Frímúrarar taka kjólfötin með til Ísraels

Gyðingar með hatta sína við bænagjörð á strönd Miðjarðarhafsins. Trúarbrögðin …
Gyðingar með hatta sína við bænagjörð á strönd Miðjarðarhafsins. Trúarbrögðin móta mannlífið í löndum Biblíunnar, svo sem Ísrael, en þangað og til Jórdaníu er hópur íslenskra frímúrara nú á leiðinni. AFP

„Ísrael er upplifun. Sagan opnast svo auðvelt verður að skapa í huganum myndir af þeim atburðum sem gerðust fyrir um tvö þúsund árum og segir frá í Biblíunni. Fólkið sem ég fer með núna er búið að setja sig vel inn í málin; lesa og sækja fyrirlestra. Það er skemmtilegt að ferðast með slíku fólki.“

Þetta segir séra Þórhallur Heimisson, prestur og fararstjóri. Íslenskur hópur, alls 185 manns, heldur suður til Ísraels næstkomandi sunnudag og fer með beinu flugi á Ben Gurion-flugvöll í Tel Aviv. Frímúrarastúkan Hamar í Hafnarfirði stendur fyrir ferðinni fyrir félaga sína og maka, en svo slást frímúrarar úr öðrum stúkum reglunnar á Íslandi með í för.

Ferðin hefur verið lengi í undirbúningi og þar hefur sr. Þórhallur haft hönd í bagga, en hann er aðstæðum vel kunnugur.

Sjá samtal við séra Þórhall um suðurferðina í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert