Vogabyggð tekur á sig mynd

Mikill gangur er kominn á uppbyggingu í Vogabyggð þar sem fram fer umfangsmikil enduruppbygging á gamla iðnaðarhverfinu við Elliðaárvog. Fyrsta húsið við Trilluvog er farið að rísa og áætluð verklok á því eru í júlí á næsta ári. Húsið verður á sex hæðum og í því verða 46 íbúðir en alls er áætlað að íbúðir á svæðinu verði á bilinu 1.100 til 1.300.

mbl.is var í Vogunum í dag og kíkti á framkvæmdirnar sem eru umfangsmiklar og á hverjum degi eru þar stórvirkar vinnuvélar og fjöldi fólks við störf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert