Opna fjórar nýjar verslanir á næstunni

Þar gætum við komið fyrir litlum verslunum, þar sem fólk …
Þar gætum við komið fyrir litlum verslunum, þar sem fólk getur í snöggheitum gripið með sér það nauðsynlegasta sem þarf til heimilis,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri í viðtalinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýir eigendur tóku við rekstri Krónuverslananna um síðustu mánaðamót eftir að N1 yfirtók Festi. Stefna þeir að því að opna fjórar nýjar Krónuverslanir á næstu misserum.

Sú fyrsta verður opnuð í Skeifunni fyrir jól, í húsnæði þar sem Víðir var áður. Hinar verslanirnar verða opnaðar í Hafnarfirði, í Norðlingaholti og á Akureyri.

Í umfjöllun um breytingar þessar í Morgunblaðinu í dag segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar ehf., að hlutdeild fyrirtækisins á matvörumarkaði á landsvísu sé á bilinu 20-25%. Veltan í ár verður um 30 milljarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert