„Thelma & Louise“ keyra inn í Adam og Evu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu við Kleppsveg í nótt.

Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hafa engar vísbendingar borist enn sem komið er. Grunur leikur á um að þjófarnir hafi verið á stolnum bíl en honum var ekið með offorsi nokkrum sinnum á útidyrahurð búðarinnar, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá eiganda búðarinnar. 

Verið er að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Innbrotið varð um klukkan 5.30 í nótt. Vísir greindi fyrst frá málinu. 

Sílikondúkkunni Kittý stolið

Þorvaldur Steinþórsson, eigandi Adams og Evu, segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Hann segir að sílikondúkkunni Kittý hafi verið stolið að verðmæti um 350 þúsund krónur, auk einhverju af titrurum og sleipiefni.

Heildartjón upp á eina til eina og hálfa milljón

Mesta tjónið varð þó vegna skemmdanna sem urðu er bílnum var ekið á húsið. Öryggishliðið sem þar var er ónýtt, neonskilti líka, auk styttu sem var við innganginn. Tvöföld útidyrahurðin er einnig ónýt, sem að sögn Þorvalds var mjög sterk og hafði aldrei verið brotin upp áður. Glerið í henni hafði aftur á mótið verið brotið af og til í gegnum árin. „Við vorum nýbúnir að fá öryggisgler í það. Það átti að halda en það var bara keyrt á ítrekað,“ segir Þorvaldur í samtali við mbl.is.

Gert við skemmdirnar sem urðu á húsnæðinu.
Gert við skemmdirnar sem urðu á húsnæðinu. mbl.is/Eggert

Langt seilst fyrir lítið

Myndbandið sýnir hversu innbrotið var ófyrirleitið. Tvær konur sjást þar hlaupa út úr bílnum eftir að hafa ekið á búðina og þaðan hafa þær meðal annars með sér dúkkuna Kittý.

„Það tekur svolítið mikið á að sjá hvers konar harka er að færast í þennan heim og hversu langt er seilst að mínu mati fyrir lítið. Húsið er stórskemmt og bíllinn er stórskemmdur fyrir eina sílikondúkku. Hvaða rugl er í gangi?“ segir hann.

Síðast brotist inn á föstudaginn langa

Spurður út í fyrri innbrot segir Þorvaldur greinilegt að búðin er vinsæl. Síðast hafi verið brotist inn á föstudaginn langa, þá var kona líka á ferðinni. „Þetta er greinilega stelpubúð ef maður getur sagt svo. Búðin sem stelpurnar brjótast inn í. Það er orðið ákveðið jafnrétti í þessu þegar konur eru í meirihluta af innbrotsþjófum. Öðruvísi mér áður brá.“

Samskonar kynlífsdúkka og sú sem var stolið.
Samskonar kynlífsdúkka og sú sem var stolið. mbl.is/Eggert

„Einhverjar Thelma and Louise þarna“

Þorvaldur kveðst ekki vita hvaða konur voru þarna á ferðinni en bendir á þær hafi verið að stela bensíni á þennan sama bíl í gærkvöldi. Bílaleigu hafði borist tilkynning um það en svo virðist sem bílnúmeraplatan sé stolin. „Þannig að þetta eru einhverjar Thelma & Louise þarna sem eru búnar að stela bensíni og keyra inn í Adam og Evu. Maður bara spyr sig hvar þær koma við næst?“ greinir hann frá og vísar þar í samnefnda kvikmynd með Geenu Davis og Susan Sarandon í aðalhlutverkum. 

Varðandi bílinn sem var notaður í innbrotinu vill hann að fram komi að sumir telji að um Hyundai i30 hafi verið að ræða en aðrir sjónarvottar, sem höfðu heyrt lætin er bílnum var ekið á búðina, telji að þetta hafi verið lítil, grá Toyota. „Við viljum endilega ef viðkomandi sér þennan bíl að tala við lögregluna.“

Þorvaldur Steinþórsson, eigandi Adams og Evu.
Þorvaldur Steinþórsson, eigandi Adams og Evu. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ákærður fyrir tilraun til nauðgunar

15:56 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa að morgni dags árið 2016 reynt að hafa samræði eða önnur kynferðismök við stúlku án hennar samþykkis með því að að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung í íbúð í Reykjavík þar sem maðurinn var gestkomandi. Meira »

Þeim sem senda jólakort fækkar enn

15:33 Nær helmingur landsmanna ætlar ekki að senda jólakort í ár, hvorki með bréfpósti né rafrænt, og hefur þeim fjölgað um rúm sextán prósent frá árinu 2015. Þetta kemur fram í könnun MMR á jólakortasendingum Íslendinga sem framkvæmd var í byrjun desember. Meira »

Fordæmir ummæli Bjarna

15:22 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefur sent frá sér ályktun þar sem fordæmt er að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velji „að beita hótunum í stað lausna“ verði samið um kjarabætur fyrir verkafólks sem verði honum ekki að skapi. Meira »

Fundaði með ráðherra húsnæðismála í Svíþjóð

15:15 Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, átti fund í dag með Peter Eriksson, ráðherra húsnæðismála og stafrænnar þróunar í Svíþjóð og Anders Gertsen, skrifstofustjóra hjá Norrænu ráðherranefndinni. Meira »

Bók efst á óskalista landsmanna

15:07 Bók er efst á óskalista landsmanna fyrir þessi jól ef marka má niðurstöðu Þjóðarpúls Gallup. 22,5% Íslendinga óska sér bókar í jólagjöf eða ríflega fimmtungur þeirra sem taka afstöðu. Meira »

Eitthvað stærra en maður sjálfur

15:00 „Þá fóru þessir draugar að koma inn í söguna og segja má að þeir hafi tekið yfir stjórnina,“ segir Bergsveinn Birgisson um það þegar hann skrifaði bókina Lifandilífslæk. Meira »

Efast um lögmæti „tvírannsóknar“

14:51 Lögmaður Báru Halldórsdóttur setur spurningamerki við það hvort þingmenn Miðflokksins sem voru hljóðritaðir á barnum Klaustri geta höfðað einkamál gegn henni á sama tíma og Persónuvernd myndi rannsaka málið. Þannig sæti Bára rannsókn og refsikröfum á tveimur mismunandi stöðum á sama tíma. Meira »

Lágu í fjóra sólarhringa undir Grænuhlíð

14:40 „Þetta var voðalegur brælutúr og við lágum til dæmis í fjóra sólarhringa undir Grænuhlíð til að bíða af okkur illviðri. Einnig var túrinn styttur vegna veðurs. Hins vegar var alltaf góð veiði þegar gaf og ekkert undan því að kvarta.“ Meira »

Ákveður kvóta fyrir kolmunna og síld

14:39 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerðir um heildarkvóta Íslands í kolmunna og norsk-íslenskri síld fyrir árið 2019. Ekki er í reglugerðunum gert ráð fyrir heimild til handa íslenskum skipum til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld í færeyskri lögsögu árið 2019. Meira »

Rukka ekki öryrkja og aldraða

14:38 Hætt verður að innheimta komugjöld af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar næstkomandi. Gildir það hvort sem um er að ræða komu á dagvinnutíma eða á öðrum tíma sólarhringsins samkvæmt ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Hrund ráðin framkvæmdastjóri Festu

14:31 Hrund Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, og mun hún hefja störf í febrúar. Meira »

Vill að embætti séu auglýst

14:31 „BHM gerir kröfu til stjórnvalda um vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá eru það vandaðir stjórnsýsluhættir að auglýsa þegar til stendur að ráðstafa takmörkuðum gæðum, sem fyrirsjáanlegt er að færri geta fengið en vilja.“ Meira »

Gott veður og óvenjugóð færð

14:30 Veðrið hefur verið mjög gott það sem af er desember í Árnes­hreppi á Strönd­um. Veðurhæð hefur að mestu verið róleg þótt aðeins hafi blásið hluta úr dögum, samkvæmt Jóni G. Guðjóns­syni, veður­at­hug­un­ar­manni í Litlu-Ávík. Meira »

Áfram í farbanni vegna 6 kílóa af hassi

14:18 Héraðsdómur Suðurlands staðfesti í dag beiðni lögreglu um áframhaldandi farbann yfir ungum manni sem var handtekinn próflaus og undir áhrifum fíkniefna á vanbúinni bifreið á Suðurlandsvegi 7. nóvember. Við leit í bifreiðinni fundust tæp sex kíló af hassi. Meira »

Sigrún, Kári og rektor ræða uppsögnina

14:12 Sigrún Helga Lund, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sitja nú á fundi þar sem uppsögn Sigrúnar er til umræðu. Meira »

Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu áreitni

13:40 Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnar Sigrúnar Helgu Lund, pró­fess­ors í líf­töl­fræði Há­skóla Íslands. Meira »

Hræðist ekki einkamál

13:04 „Ég var að vonast eftir þessari niðurstöðu. Auðvitað er maður ánægður með að það sé búið að fá svar við þessu,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Klausturmálinu. Meira »

Vilja fæða 20.000 börn í Jemen

12:55 „Neyðin sem fólkið í Jemen stendur frammi fyrir er skelfileg og hefur farið síversnandi,“ segir Atli Viðars Thorstensen, sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Á föstudag lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Meira »

Kröfu þingmannanna hafnað

12:31 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi í Klausturmálinu svokallaða. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Jólagleði www.kurr.is O Mons Royale mer
Jólagleði www.kurr.is ? Mons Royale merino ullarföt ? Peaty´s hjólasápur ? Knoll...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...