„Thelma & Louise“ keyra inn í Adam og Evu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu við Kleppsveg í nótt.

Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hafa engar vísbendingar borist enn sem komið er. Grunur leikur á um að þjófarnir hafi verið á stolnum bíl en honum var ekið með offorsi nokkrum sinnum á útidyrahurð búðarinnar, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá eiganda búðarinnar. 

Verið er að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Innbrotið varð um klukkan 5.30 í nótt. Vísir greindi fyrst frá málinu. 

Sílikondúkkunni Kittý stolið

Þorvaldur Steinþórsson, eigandi Adams og Evu, segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Hann segir að sílikondúkkunni Kittý hafi verið stolið að verðmæti um 350 þúsund krónur, auk einhverju af titrurum og sleipiefni.

Heildartjón upp á eina til eina og hálfa milljón

Mesta tjónið varð þó vegna skemmdanna sem urðu er bílnum var ekið á húsið. Öryggishliðið sem þar var er ónýtt, neonskilti líka, auk styttu sem var við innganginn. Tvöföld útidyrahurðin er einnig ónýt, sem að sögn Þorvalds var mjög sterk og hafði aldrei verið brotin upp áður. Glerið í henni hafði aftur á mótið verið brotið af og til í gegnum árin. „Við vorum nýbúnir að fá öryggisgler í það. Það átti að halda en það var bara keyrt á ítrekað,“ segir Þorvaldur í samtali við mbl.is.

Gert við skemmdirnar sem urðu á húsnæðinu.
Gert við skemmdirnar sem urðu á húsnæðinu. mbl.is/Eggert

Langt seilst fyrir lítið

Myndbandið sýnir hversu innbrotið var ófyrirleitið. Tvær konur sjást þar hlaupa út úr bílnum eftir að hafa ekið á búðina og þaðan hafa þær meðal annars með sér dúkkuna Kittý.

„Það tekur svolítið mikið á að sjá hvers konar harka er að færast í þennan heim og hversu langt er seilst að mínu mati fyrir lítið. Húsið er stórskemmt og bíllinn er stórskemmdur fyrir eina sílikondúkku. Hvaða rugl er í gangi?“ segir hann.

Síðast brotist inn á föstudaginn langa

Spurður út í fyrri innbrot segir Þorvaldur greinilegt að búðin er vinsæl. Síðast hafi verið brotist inn á föstudaginn langa, þá var kona líka á ferðinni. „Þetta er greinilega stelpubúð ef maður getur sagt svo. Búðin sem stelpurnar brjótast inn í. Það er orðið ákveðið jafnrétti í þessu þegar konur eru í meirihluta af innbrotsþjófum. Öðruvísi mér áður brá.“

Samskonar kynlífsdúkka og sú sem var stolið.
Samskonar kynlífsdúkka og sú sem var stolið. mbl.is/Eggert

„Einhverjar Thelma and Louise þarna“

Þorvaldur kveðst ekki vita hvaða konur voru þarna á ferðinni en bendir á þær hafi verið að stela bensíni á þennan sama bíl í gærkvöldi. Bílaleigu hafði borist tilkynning um það en svo virðist sem bílnúmeraplatan sé stolin. „Þannig að þetta eru einhverjar Thelma & Louise þarna sem eru búnar að stela bensíni og keyra inn í Adam og Evu. Maður bara spyr sig hvar þær koma við næst?“ greinir hann frá og vísar þar í samnefnda kvikmynd með Geenu Davis og Susan Sarandon í aðalhlutverkum. 

Varðandi bílinn sem var notaður í innbrotinu vill hann að fram komi að sumir telji að um Hyundai i30 hafi verið að ræða en aðrir sjónarvottar, sem höfðu heyrt lætin er bílnum var ekið á búðina, telji að þetta hafi verið lítil, grá Toyota. „Við viljum endilega ef viðkomandi sér þennan bíl að tala við lögregluna.“

Þorvaldur Steinþórsson, eigandi Adams og Evu.
Þorvaldur Steinþórsson, eigandi Adams og Evu. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldurinn við Sléttuveg líklega íkveikja

11:35 Talið er að eldurinn sem upp kom í dekkjum og rusli í bílakjallara við Sléttuveg 7 í Reykjavík á sunnudag hafi verið af mannavöldum. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Talið að kviknað hafi í út frá raftæki

11:11 Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn sem upp kom í húsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði á laugardag út frá raftæki. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Flatahrauni, í samtali við mbl.is. Meira »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall Íslendinga sem ferðast utan hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna utan og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er enn þá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snögga leysingu í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »