Rými fært frá bílum aftur til fólksins

Silvia Casorrán hefur starfað sem ábyrgðarmaður hjólreiðamála í Barcelona undanfarið.
Silvia Casorrán hefur starfað sem ábyrgðarmaður hjólreiðamála í Barcelona undanfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir tveimur árum var ákveðið að ráðast í nokkuð róttækar breytingar á skipulagi á hluta Eixample-svæðisins í Barcelona og fékk verkefnið nafnið „superblocks“. Götur sem áður höfðu aðallega verið fyrir bílaumferð var breytt þannig að áherslan var sett á gangandi og hjólandi umferð. Bekkir, leikvellir og kaffiborð voru fljótlega sett út á svæði sem áður höfðu verið gatnamót. Þrátt fyrir talsverð mótmæli í upphafi eru  íbúar í dag flestir sáttir með breytinguna og borgin skoðar nú að útfæra þetta kerfi mun víðar.

Eixample-svæðið er þekkt fyrir ferningslaga skipulag sitt (í raun átthyrningslegt) þar sem hver byggingarreitur er byggður upp með húsalengjum á alla fjóra kanta og í kringum hvern og einn liggja götur. Umferð þar, eins og víðar í Barcelona, hefur lengi verið mjög mikil, enda þéttbýlt svæði.

Silvia Casorrán hefur undanfarið gegnt stöðu ábyrgðarmanns hjólreiðamála í Barcelona og komið að breytingunni sem nefnd er hér að ofan. Hún er nú stödd hér á landi til að taka þátt í ráðstefnunni Hjólum til framtíðar sem fram fer í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi í dag.

„Nú viljum við reyna að setja fólkið aftur í miðjuna“ 

Í samtali við mbl.is segir Silvia að hugmyndin með breytingunni hafi verið að taka rými frá bílum og gefa það aftur til fólksins. „Borgir í dag líta út eins og bílar hafi alltaf verið þar, en það var ekki alltaf þannig. Nú viljum við reyna að setja fólkið aftur í miðjuna,“ segir hún og á þá bókstaflega við að setja fólkið í miðjuna, því með því að takmarka eða taka alveg bílaumferðina í burtu frá gangandi og hjólandi til að nýta miðjusvæðið á götunum sem áður var hugsað fyrir bíla.

Í fyrstu tilrauninni var ákveðið að taka níu samliggjandi reiti (3x3) og breyta þeim í samræmi við hugmyndafræðina og úr varð svokallað „superblock“ þar sem bílaumferð var mjög takmörkuð innan svæðisins. Bílaumferð var aðallega leyft að keyra inn meðfram einum reit, en þurfa svo að beygja strax til hægri og aftur hægri þannig að endað var að nýju á breiðgötunni fyrir utan þetta nýja svæði. Með þessu er meðal annars opið fyrir vöruflutninga og leigubíla inn á svæðið, en komið í veg fyrir gegnumakstur sem áður var.

Leikvellir og bekkir í staðinn fyrir götur

Bendir hún á að götur í Eixample séu að jafnaði um 20 metra breiðar. Áður fyrr hafi verið um 5 metra gangstéttir hvor sínu megin við göturnar og þær því um 10 metra breiðar. Þegar ákveðið var að ráðast í „superblocks“ verkefnið árið 2016 hafi verið dregið mikið úr rými fyrir bílana og hafi það helmingast á mörgum götum og jafnvel horfið alveg sums staðar. „Fyrir utan svæðið er umferð en fyrir innan er félagslífið,“ segir Silvia. Þegar horf er til bílastæða og annarra mannvirkja fyrir bíla er hugmyndin að minnka svæði sem helgað er bílum úr 73% af heildarsvæði gatna í 23%. 

Í dag segir hún að það séu komnir leikvellir, borðtennisborð og bekkir þar sem áður voru götur. Í fyrstu hafi fólk þó ekki verið of bjartsýnt á breytingarnar. Reyndar mótmæltu margir fyrirhuguðum breytingum þegar hugmyndin var kynnt. Vildu margir hverjir ekki missa bílastæði og pláss undir bíla. Reyndin í dag er hins vegar að flestir séu sáttir og huga borgaryfirvöld í Barcelona nú á að fjölga til muna hverfum sem þessum. Í vor var meðal annars annað svipað hverfi opnað á Eixample-svæðinu, en þar er þó aðeins um að ræða 2x2 svæði, en ekki 3x3 eins og á þessu fyrsta.

Hér má sjá superblocks-hugmyndafræðina. Vinstra megin er staðan fyrir breytingar, ...
Hér má sjá superblocks-hugmyndafræðina. Vinstra megin er staðan fyrir breytingar, en hægra megin eftir þær. Skjáskot/Urban Mobility Plan of Barcelona 2013-2018

Fyrstu mánuðirnir eftir að breytingarnar voru gerðar segir Silvia að margir hafi verið fullir efasemda. Bílarnir voru farnir, en ekkert kom í raun í staðinn. Eftir nokkra mánuði hafi hins vegar bæði borgin og fólk í nágrenninu tekið sig til og sett sem fyrr segir bekki og annað sem dregur að sér fólk. Þá hafi börn fljótlega verið farin að leika sér á götunum og í dag séu þær fullar af mannlífi.

Gæti gengið upp hér með takmörkunum

Spurð hvort hugmyndafræði sem þessi gæti gengið upp hér á landi með tilliti til verra veðurfars segir Silvia að þetta sé hægt alls staðar. Hins vegar séu meiri takmarkanir eftir því sem veðrið er verra og fólk sé minna úti saman. Hún nefnir þó sérstaklega að hægt sé að gera þetta í miðbænum og þar sem þéttar er búið. Það þurfi ekki endilega að vera jafnfastmótað og í Barcelona þar sem um sé að ræða jafnstóra reiti, heldur geti þetta verið ílöng svæði, ferningslaga eða kringlótt svo dæmi séu tekin. Þá segir hún að svona svæði ýti undir hjólandi og gangandi umferð og búi til öryggi fyrir börn og eldra fólk sem keyri ekki bíla.

mbl.is

Innlent »

Andlát: Snædís Gunnlaugsdóttir

05:30 Snædís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur á Kaldbak við Húsavík, lést í fyrradag, 66 ára að aldri. Snædís vann mikið að umhverfismálum, sérstaklega skógrækt og landgræðslu. Meira »

Áhættan í kerfinu hófleg

05:30 Nýtt álagspróf Seðlabankans sýnir að efnahagur viðskiptabankanna þriggja er traustur og þeir gætu hæglega staðið af sér víðtæk áföll í hagkerfinu. Bendir nýr aðstoðarseðlabankastjóri á að áhætta í fjármálakerfinu sé enn hófleg, þótt hún hafi aukist. Meira »

Áfram um 3,6 mínútur á ári

05:30 Konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 í dag, á kvennafrídeginum. Þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, sem samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu eru 74% af meðaldagvinnutekjum karla. Meira »

Tímamótaþing ASÍ í dag

05:30 Tímamótaþing Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefst í dag. Fyrir liggur að um 300 þingfulltrúar úr 48 stéttarfélögum munu kjósa nýja forystumenn ASÍ á föstudag. Þingið mun m.a. ræða tekjuskiptingu og jöfnuð, jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs, tækniþróun og skipulag vinnunnar. Meira »

Þurftu að snúa aftur til hafnar

05:30 Bandarísku herskipin USS New York og USS Gunston Hall þurftu að snúa aftur til hafnar í gær eftir að hafa fengið á sig brotsjó. Lögðust þau að bryggju við Skarfabakka. Meira »

256 tonna samdráttur í sölu

05:30 Sala á kindakjöti dróst verulega saman í sumar. Síðustu þrjá mánuði var salan 7,3% minni en sömu mánuði á síðasta ári. Mestur var samdrátturinn í ágúst, 18,5%, og 3,7% í júlí. Hins vegar var salan í september 0,4% meiri en í fyrra. Meira »

Drangajökull verði að þjóðlendu

05:30 Ríkið gerir kröfu um að sá hluti Drangajökuls sem tilheyrir Strandasýslu verði þjóðlenda. Ekki eru gerðar aðrar kröfur á svæði 10A sem nær yfir Strandasýslu og fyrrverandi Bæjarhrepp í Hrútafirði. Þess ber að geta að meginhluti jökulsins tilheyrir öðru kröfusvæði, 10B (Ísafjarðarsýslur). Meira »

Banni myndatökur í og við dómhús

05:30 Sjö þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að óheimilt verði að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi eða í dómhúsum. Einnig verði óheimilar myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum, brotaþolum eða vitnum á leið í dómhús eða frá því án samþykkis þeirra. Meira »

Halda 24 stunda loftslagsmaraþon

Í gær, 22:00 Loftslagsmaraþonið (Climathon) verður haldið í annað sinn hér á landi á föstudaginn kemur, 26. október, og fram á laugardagsmorgun. Justine Vanhalst, sérfræðingur hjá Matís og verkefnastjóri Climathon 2018 fyrir Reykjavíkurborg, segir skráningu ljúka á fimmtudag og því enn tækifæri til að taka þátt. Meira »

Gögn og gróður jarðar

Í gær, 21:10 Fólk verður að geta bjargað sér í harðindum. Íslendingar verða að geta nýtt sér náttúruna, svo sem gróðurinn. Grasnytjar úr flóru Íslands eru umfjöllunarefni Guðrúnar Bjarnadóttur náttúrufræðings í Hespuhúsinu á Hvanneyri. Meira »

Mörk leyfilegs áfengismagns verði lækkuð

Í gær, 20:48 Meðal nýmæla í frumvarpi að nýjum umferðarlögum, sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag, er að lögbinda hjálmaskyldu barna en í dag er einungis kveðið á um hana í reglugerð. Hjólreiðakafli núgildandi laga hefur verið tekinn til heildarendurskoðunar og reglur um hjólreiðar skýrðar betur. Meira »

„Mesti rógburður og óhróður“ sögunnar

Í gær, 20:39 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem hyggst bjóða sig fram til að gegna formannsembættinu, vera rógburð og óhróður af óþekktri stærðargráðu í íslenskri verkalýðssögu. Meira »

Jón leiðir hóp um félagsleg undirboð

Í gær, 18:58 Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, er formaður nýs samstarfshóps sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði. Meira »

Tillagan væri gríðarlegt bakslag

Í gær, 18:23 „Enn eina ferðina vegur voldugt þjóðríki að réttindum hinsegin fólks um leið og það hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda,“ segir í yfirlýsingu fjögurra samtaka vegna þeirra frétta sem borist hafa frá Bandaríkjunum um að til standi að endurskilgreina kyn í bandarískum lögum. Meira »

Túnfiskverkun að japönskum sið

Í gær, 18:10 Bláuggatúnfiskur, sem þykir vera eitt besta hráefni sem hægt er að fá í matargerð, er ekki oft á boðstólum hér á landi. Í dag var myndarlegur 172 kg fiskur skorinn af japönskum Haítaí-meistara á veitingastaðnum Sushi-Social í tilefni af túnfiskhátíð staðarins. mbl.is fylgdist með handbragðinu. Meira »

Vill gera breytingar og hreinsa til

Í gær, 18:09 „Ég hef verið talsmaður þess að gera verulegar breytingar á hreyfingunni og hreinsa til, eins og ég kalla það,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Þing ASÍ hefst á morgun en Aðalsteinn vill ekki gefa út hvern hann styður til forseta sambandsins. Meira »

Dæmdur fyrir að skalla mann

Í gær, 17:34 Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás á bifreiðastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi í janúar 2016. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa veist að öðrum karlmanni þegar hann steig út úr bifreið sinni og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut nefbrot, bólgur og mar í andliti. Meira »

Seðlabankinn greip inn í markaðinn

Í gær, 17:30 Seðlabanki Íslands greip inn í veikingu krónunnar með kaupum á krónum á gjaldeyrismarkaði laust eftir kl. 15 í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í samtali við mbl.is. Meira »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

Í gær, 16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »
Í Grafarvogi íbúð til leigu
100 ferm. rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð (enginn kjallari). Langtímaleiga la...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Downtown Reykjavik. S. 6947881, Alina...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...