Rými fært frá bílum aftur til fólksins

Silvia Casorrán hefur starfað sem ábyrgðarmaður hjólreiðamála í Barcelona undanfarið.
Silvia Casorrán hefur starfað sem ábyrgðarmaður hjólreiðamála í Barcelona undanfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir tveimur árum var ákveðið að ráðast í nokkuð róttækar breytingar á skipulagi á hluta Eixample-svæðisins í Barcelona og fékk verkefnið nafnið „superblocks“. Götur sem áður höfðu aðallega verið fyrir bílaumferð var breytt þannig að áherslan var sett á gangandi og hjólandi umferð. Bekkir, leikvellir og kaffiborð voru fljótlega sett út á svæði sem áður höfðu verið gatnamót. Þrátt fyrir talsverð mótmæli í upphafi eru  íbúar í dag flestir sáttir með breytinguna og borgin skoðar nú að útfæra þetta kerfi mun víðar.

Eixample-svæðið er þekkt fyrir ferningslaga skipulag sitt (í raun átthyrningslegt) þar sem hver byggingarreitur er byggður upp með húsalengjum á alla fjóra kanta og í kringum hvern og einn liggja götur. Umferð þar, eins og víðar í Barcelona, hefur lengi verið mjög mikil, enda þéttbýlt svæði.

Silvia Casorrán hefur undanfarið gegnt stöðu ábyrgðarmanns hjólreiðamála í Barcelona og komið að breytingunni sem nefnd er hér að ofan. Hún er nú stödd hér á landi til að taka þátt í ráðstefnunni Hjólum til framtíðar sem fram fer í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi í dag.

„Nú viljum við reyna að setja fólkið aftur í miðjuna“ 

Í samtali við mbl.is segir Silvia að hugmyndin með breytingunni hafi verið að taka rými frá bílum og gefa það aftur til fólksins. „Borgir í dag líta út eins og bílar hafi alltaf verið þar, en það var ekki alltaf þannig. Nú viljum við reyna að setja fólkið aftur í miðjuna,“ segir hún og á þá bókstaflega við að setja fólkið í miðjuna, því með því að takmarka eða taka alveg bílaumferðina í burtu frá gangandi og hjólandi til að nýta miðjusvæðið á götunum sem áður var hugsað fyrir bíla.

Í fyrstu tilrauninni var ákveðið að taka níu samliggjandi reiti (3x3) og breyta þeim í samræmi við hugmyndafræðina og úr varð svokallað „superblock“ þar sem bílaumferð var mjög takmörkuð innan svæðisins. Bílaumferð var aðallega leyft að keyra inn meðfram einum reit, en þurfa svo að beygja strax til hægri og aftur hægri þannig að endað var að nýju á breiðgötunni fyrir utan þetta nýja svæði. Með þessu er meðal annars opið fyrir vöruflutninga og leigubíla inn á svæðið, en komið í veg fyrir gegnumakstur sem áður var.

Leikvellir og bekkir í staðinn fyrir götur

Bendir hún á að götur í Eixample séu að jafnaði um 20 metra breiðar. Áður fyrr hafi verið um 5 metra gangstéttir hvor sínu megin við göturnar og þær því um 10 metra breiðar. Þegar ákveðið var að ráðast í „superblocks“ verkefnið árið 2016 hafi verið dregið mikið úr rými fyrir bílana og hafi það helmingast á mörgum götum og jafnvel horfið alveg sums staðar. „Fyrir utan svæðið er umferð en fyrir innan er félagslífið,“ segir Silvia. Þegar horf er til bílastæða og annarra mannvirkja fyrir bíla er hugmyndin að minnka svæði sem helgað er bílum úr 73% af heildarsvæði gatna í 23%. 

Í dag segir hún að það séu komnir leikvellir, borðtennisborð og bekkir þar sem áður voru götur. Í fyrstu hafi fólk þó ekki verið of bjartsýnt á breytingarnar. Reyndar mótmæltu margir fyrirhuguðum breytingum þegar hugmyndin var kynnt. Vildu margir hverjir ekki missa bílastæði og pláss undir bíla. Reyndin í dag er hins vegar að flestir séu sáttir og huga borgaryfirvöld í Barcelona nú á að fjölga til muna hverfum sem þessum. Í vor var meðal annars annað svipað hverfi opnað á Eixample-svæðinu, en þar er þó aðeins um að ræða 2x2 svæði, en ekki 3x3 eins og á þessu fyrsta.

Hér má sjá superblocks-hugmyndafræðina. Vinstra megin er staðan fyrir breytingar, ...
Hér má sjá superblocks-hugmyndafræðina. Vinstra megin er staðan fyrir breytingar, en hægra megin eftir þær. Skjáskot/Urban Mobility Plan of Barcelona 2013-2018

Fyrstu mánuðirnir eftir að breytingarnar voru gerðar segir Silvia að margir hafi verið fullir efasemda. Bílarnir voru farnir, en ekkert kom í raun í staðinn. Eftir nokkra mánuði hafi hins vegar bæði borgin og fólk í nágrenninu tekið sig til og sett sem fyrr segir bekki og annað sem dregur að sér fólk. Þá hafi börn fljótlega verið farin að leika sér á götunum og í dag séu þær fullar af mannlífi.

Gæti gengið upp hér með takmörkunum

Spurð hvort hugmyndafræði sem þessi gæti gengið upp hér á landi með tilliti til verra veðurfars segir Silvia að þetta sé hægt alls staðar. Hins vegar séu meiri takmarkanir eftir því sem veðrið er verra og fólk sé minna úti saman. Hún nefnir þó sérstaklega að hægt sé að gera þetta í miðbænum og þar sem þéttar er búið. Það þurfi ekki endilega að vera jafnfastmótað og í Barcelona þar sem um sé að ræða jafnstóra reiti, heldur geti þetta verið ílöng svæði, ferningslaga eða kringlótt svo dæmi séu tekin. Þá segir hún að svona svæði ýti undir hjólandi og gangandi umferð og búi til öryggi fyrir börn og eldra fólk sem keyri ekki bíla.

mbl.is

Innlent »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

16:10 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Volvo V-70 Tilboðsverð
Volvo V-70 station til sölu Árg.2013 Ekinn 113 þús Beinskiptur Skoðaður Brúnn ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...