Haustlegt og vetrarlegt næstu daga

Svona verður staðan snemma í fyrramálið.
Svona verður staðan snemma í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík.

Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, brýnir fyrir fólki á höfuðborgarsvæðinu að hreinsa frá niður­föll­um. Spáin geti breyst og ekki þurfi mikið til að mesta rigningin lendi á höfuðborgarbúum í fyrramálið.

Auk þess mun rigna nokkuð hressilega á Suður- og Suðausturlandi í fyrramálið.

Helga segir að veðrið næstu daga verði haustlegt eða jafnvel vetrarlegt. „Það verður svolítið vetrarveður fyrir norðan á morgun en aðeins mildara sunnanlands,“ segir Helga en spár gera ráð fyrir rigningu eða slyddu fyrir norðan á morgun og snjókomu til fjalla.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert