Betri þjónusta í netverslun

Þeir Egill Halldórsson (t.v.) og Daníel Pétursson (t.h.) fóru af …
Þeir Egill Halldórsson (t.v.) og Daníel Pétursson (t.h.) fóru af stað með vöruhúsið Gorilla House um mitt sumar. Þeir þjónusta nú á anna tug netverslana sem selja húsgögn, fatnað, snyrtivörur og íþróttavörur. mbl.is/Árni Sæberg

Stærsta áskorun íslenskrar netverslunar er að gera hana samkeppnishæfa við erlenda netverslun. Þetta segja þeir Egill Fannar Halldórsson og Daníel Pétursson sem standa að vöruhúsinu Gorilla House sem var stofnað í þeim tilgangi að þjónusta íslenskar netverslanir og auka þjónustustig í innlendri netverslun.

Fyrirtækið var opnað um mitt sumar en þjónustar nú um hundrað pakka á dag frá íslenskum netverslunum af öllum stærðum og gerðum.

„Verslun er að færast yfir á netið og það er endalaust af netverslunum að spretta upp,“ segir Egill og líkir þróun netverslana við tilkomu verslunarmiðstöðva sem urðu til við þéttbýlismyndun. Nú sé það sama uppi á teningnum með netverslanir samhliða aukinni notkun snjalltækja og stafrænna miðla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »