Friðarsúlan í Viðey tendruð í 12. sinn

Kveikt verður á friðarsúlunni annað kvöld, þriðjudag, í Viðey.
Kveikt verður á friðarsúlunni annað kvöld, þriðjudag, í Viðey. mbl.is/Styrmir Kári

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 12. sinn á morgun, 9. október klukkan 20.00, á fæðingardegi Johns Lennon. Hún mun lýsa upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur Lennons.

Boðið verður upp á fríar ferjusiglingar og strætóferðir fyrir og eftir tendrunina. Þá munu Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og fleiri annast dagskrá sem hefst klukkan 17.45 og stendur til klukkan 21.30. Högni Egils flytur tónlist fyrir gesti frá 19.00-19.30 og tónlistarkonan GDRN flytur tónlist fyrir gesti frá 20.30-21.00. Tónleikarnir fara fram í Naustinu við Friðarsúluna.

Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir Viðeyjarsund. Siglt verður frá Skarfabakka frá kl. 17.30 til 19.30. Fríar strætóferðir verða milli Hlemms og Skarfabakka fyrir og eftir athöfnina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert