Horft á heildarmynd, ekki einstök atvik

Orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs er ekki liðin …
Orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs er ekki liðin innan HR. mbl.is/Árni Sæberg

Orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan Háskólans í Reykjavík og þurfa allir sem nema og starfa innan veggja skólans að geta treyst því að komið sé fram við þá af virðingu og að verk þeirra séu ætíð metin af sanngirni.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík, vegna umfjöllunar um starfslok lektors við tækni- og verkfræðideild háskólans.

Kristni Sigurjónssyni lektor voru gefnir afarkostir vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebook-hópi. Var honum boðið að segja upp störfum eða vera rekinn. Í ummælum Kristins sagði hann að kon­ur troði sér inn á vinnustaði þar sem karl­menn vinna. Þá sagði hann að kon­ur eyðilegðu vinnustaðina því karl­menn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerl­ing­ar, allt annað er áreiti“.

Ákvarðanir byggi á faglegu mati stjórnenda

Ari Kristinn ítrekar að stjórnendur háskólans tjái sig ekki um málefni eða starfslok einstakra starfsmanna. „Rektor, deildarforsetar og aðrir stjórnendur HR taka ákvarðanir og bera ábyrgð á ráðningum og starfslokum starfsmanna háskólans. Slíkar ákvarðanir byggja á faglegu mati á hagsmunum háskólans, nemenda og starfsmanna, þar sem horft er á heildarmynd, en ekki einstök atvik.“

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert