„Ekki taka þátt í Eurovision“

Feda Abdelhady-Nasser.
Feda Abdelhady-Nasser. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nei, þið ættuð ekki að taka þátt í Eurovision í Ísrael,“ svarar Abdelhady-Nasser aðspurð án umhugsunar en hún er sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum.

„Þið ættuð ekki að láta eins og hernámið sé eðlilegur hlutur, ekki gera þennan stöðuga ágang sem fólk hefur þurft að þola í áratugi að venjulegum hlut,“ segir Abdelhady-Nasser en hún kom hingað til lands til að taka þátt í málstofu á vegum RIFF og Höfða, friðarseturs Reykjavíkurborgar og HÍ.

„Vandamálið er að það hefur verið litið á Ísrael eins og hvert annað land. Já, Ísrael er hluti af alþjóðasamfélaginu og það er ríki og Palestína viðurkenndi rétt Ísraels fyrir meira en 25 árum. Ísrael hefur hins vegar ekki rétt á að vera til á kostnað annarra. Við viljum vera til hlið við hlið, byggt á landamærunum frá 1967, en það sem hefur gerst er að Ísrael hefur haldið hernáminu áfram og neitað réttindum Palestínumanna og komist upp með það. Þetta er ekki tvennt aðskilið; ríkisstjórnin sem blokkerar Gaza og rænir landi er sama ríkisstjórnin og heldur Eurovision. Fólk er hrætt um að ef það tekur ekki þátt í keppninni lendi það í vandræðum eða einelti en það er þess virði að taka þessa áhættu,“ segir hún.

Netta Barzilai söng til sigurs fyrir Ísrael í fyrra.
Netta Barzilai söng til sigurs fyrir Ísrael í fyrra. AFP

„Rétt fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu átti Argentína að spila æfingalandsleik við Ísrael í Jerúsalem. Argentínska knattspyrnusambandið hætti við þátttöku. Það varð uppnám en á endanum gerðu knattspyrnumennirnir það rétta í stöðunni og settu fordæmi.“

Sífellt fleiri tónlistarmenn og hljómsveitir hætta við eða vilja ekki spila í Ísrael. „Tónlistarfólk, leikarar og íþróttafólk virðist vera hugaðra en stjórnmálafólkið og það getur hjálpað til við að leiða okkur áfram. Það gefur málstað Palestínumanna sýnileika þegar einhver eins og Lorde eða Lana del Rey segjast ekki ætla að spila í Ísrael eða þegar leikari á borð við Danny Glover talar gegn hernáminu eða Hugh Grant talar fyrir UNRWA. Messi hefur sýnileika og milljónir aðdáenda. Hann getur fengið fólk til að hugsa.“

Allir fá einn disk við borðið

Hún segir að fámenn lönd megi alls ekki hugsa sem svo að þeirra afstaða skipti ekki máli. „Þetta snýst um að trúa því að rödd landsins skipti máli þótt það sé lítið, og trúa því að landið sé hluti af þessu alþjóðasamfélagi. Alþjóðasamfélagið er fjölskylda þjóða og allir í fjölskyldunni skipta máli. Allir fá einn disk við borðið; þú færð ekki tíu diska þótt þú sért stór og mikill.“

Hún segir mikilvægt að fólk átti sig á að þetta snýst ekki um að vera á móti Ísrael eða gyðingum. „Maður er fylgjandi mannréttindum, réttlæti og friði. Þetta hef ég sagt mörgum þeim sem ég hef hitt og rætt við, að það að styðja réttindi Palestínumanna er ekki það sama og gyðingahatur. Að gagnrýna Ísraela fyrir ólöglega hegðun sína er ekki gyðingahatur. Það verður að láta þetta til hliðar í upphafi allra umræðna um málið, hvort sem þær eru diplómatískar eða persónulegar; ég er ekki á móti Ísraelum eða ástunda gyðingahatur en ég styð réttindi Palestínumanna til frelsis og réttlætis og ég styð við mannréttindi.“

Þetta er brot úr stærra viðtali við Abdelhady-Nasser sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varað við erfiðum skilyrðum

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursskilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...