Telur borgina ofgreiða innkaup

Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

„Ég hef á tilfinningunni að það sé víða pottur brotinn í borginni,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag.

Björn situr í innkauparáði borgarinnar og hefur þar gert athugasemdir við ýmislegt er snýr að bragganum umdeilda við Nauthólsvík og fleiri innkaupum í tengslum við framkvæmdir. Í bókun frá fundi innkauparáðs frá því í september segir Björn að „ískyggilegt“ sé að fara yfir yfirlit frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi innkaup yfir eina milljón króna á öðrum ársfjórðungi í ár.

„Athygli vekja m.a. kaup af Verkís hf. vegna Varmahlíðar, Perlunnar, upp á u.þ.b. 27 milljónir kr. Þá eru innkaup af fjölda verkfræðistofa, m.a. upp á 5 milljónir án útboðs keypt af Mannviti vegna breytinga á Umferðarmiðstöðinni. Enn fremur kemur í ljós kostnaður við þróunarverkefni eins og VSÓ – vegna ráðgjafar upp á 23 milljónir kr. og fjölmargt fleira. Enn fremur kemur í ljós að Yrki arkitektar fá greiðslu vegna sölu byggingarréttar upp á 18 milljónir kr. og Arkís arkitektar vegna sölu byggingarréttar upp á 12 milljónir,“ segir meðal annars í bókun Björns en gerðar eru athugasemdir við að kostnaður sé „óútskýrður“ og „allur án útboðs“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert