Dýrustu áritanirnar

Vinsældir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu endurspeglast í vinsældum eiginhandaráritana leikmannanna.
Vinsældir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu endurspeglast í vinsældum eiginhandaráritana leikmannanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er áhugavert að fylgjast með því hvaða íslensku rithendur eru dýrastar á uppboðsvefjum eins og Ebay en eiginhandaráritanir frægra ganga þar kaupum og sölum. Undanfarið hafa íslensku knattspyrnumennirnir verið með dýrustu áritanirnar og næst á eftir kemur hljómsveitin Of Monsters and Men.

Fyrir 30.000 krónur íslenskar má fá eiginhandaáritun íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og hvað staka leikmenn varðar er hægt að fá bolta áritaðan af Aroni Einari Gunnarssyni á tæpar 30.000 kr.

Það vekur athygli að jólakort sem Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti hefur sent í nafni embættis síns er einnig til sölu á Ebay á svolítinn pening eða um 20.000 kr. íslenskar og áritun annars fyrrverandi forseta lýðveldisins, Ólafs Ragnars Grímssonar, er á uppboði á um 15.000 kr.

Jólakort sem Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti Íslands, hefur sent í …
Jólakort sem Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti Íslands, hefur sent í nafni embættis síns er til sölu á Ebay. Ljósmynd/Skjáskot af Ebay

Af íslenskum tónlistarmönnum eru Of Monsters and Men dýrastir en mynd með áritun þeirra er til sölu á um 20.000 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert