Óskar eftir tilboðum í breikkun

Vegurinn í Ölfusi, nærri Kotströnd. Hveragerði í baksýn. Á þessum …
Vegurinn í Ölfusi, nærri Kotströnd. Hveragerði í baksýn. Á þessum slóðum verður vegurinn endurbyggður. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi. Þessi kafli liggur frá Varmá, sem er rétt austan við Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5 kílómetrar.

Þetta verður tveir-plús-einn-vegur þar sem skiptast á ein og tvær akreinar í hvora átt. Vegrið mun aðskilja akstursstefnur. Hins vegar verður undirbygging miðuð við að hann verði tvöfaldaður í framtíðinni.

Í verkinu felst einnig gerð nýrra gatnamóta við Vallaveg og Ölfusborgaveg svo og gerð nýrra hliðarvega sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert