Takmarka umfjöllun meðan skýrslutökur fara fram

Aðalmeðferð málsin í Landsrétti hefst á mánudaginn.
Aðalmeðferð málsin í Landsrétti hefst á mánudaginn. Kristinn Magnússon

Umfjöllun fjölmiðla frá aðalmeðferð í dómsmáli gegn Thomasi Møller Ol­sen, sem dæmd­ur var í nítj­án ára fang­elsi fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur 14. janú­ar í fyrra og stór­fellt fíkni­efna­brot, verður takmörkuð þegar vitnaleiðslur fara fram. Þetta kom fram í undirbúningsþinghaldi í málinu við Landsrétt í dag.

Dómsformaður málsins sagði að eins og venjulega í dómsmálum væru myndatökur og hljóðupptökur bannaðar í dómsal. Þá sagði hann að þeir sem væru viðstaddir aðalmeðferðina yrðu skikkaðir til að senda ekki fréttir beint út meðan skýrslutökur yfir vitnum færu fram. Vísaði dómari í reglur í sakamálarétti um að vitni fái ekki upplýsingar um það sem önnur vitni segi.

Munu fjölmiðlar hins vegar geta fjallað um skýrslutökurnar eftir að allar hafa farið fram og um dómsmálið að öðru leyti.

Lögmaður foreldra Birnu sagði að það væri ósk foreldranna að málinu yrði lokað af virðingu við Birnu ef myndbirtingar færu fram. Sagði hún að umfjöllun fjölmiðla í héraðsdómi þar sem efni hafi verið varpað beint á netmiðla hafi verið tillitslaus við ættingja.

mbl.is