Dregur framboð sitt til baka

Ragnar Þór Ingólfsson, í miðjunni.
Ragnar Þór Ingólfsson, í miðjunni. mbl.is/Hanna

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur dregið framboð sitt til baka í embætti 1. varaforseta ASÍ til að skapa sátt innan sambandsins. 

Í framboði verða Guðbrandur Einarsson, formaður VS og LÍV, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur hafði áður ætlað að bjóða sig fram í embætti 2. varaforseta ASÍ. 

„Ég tók ákvörðun um að draga framboð mitt til baka til að skapa sátt innan hreyfingarinnar, sem er ennþá uppfull af vondri pólitík og taumlausu hatri,“ sagði Ragnar Þór og kvaðst vonast til að breið sátt myndaðist eftir að hann stigi til hliðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert