Steig ofan í hver við norðurljósaskoðun

mbl.is/Eggert

Ferðamaður steig ofan í hver í Hveradölum í nágrenni Hveragerðis á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Ferðamaðurinn, sem var með hópi fólks í rútuferð í skipulagðri norðurljósaferð, hafði farið út af stíg með þeim afleiðingum að hann lenti í hvernum.

Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi var hann með fyrsta og annars stigs bruna frá tábergi og upp á læri eftir atvikið og var hann sendur með sjúkrabíl á Landspítalann til aðhlynningar.

Þá olli rafmagnsleysi í Hveragerði seint í gærkvöldi því að að ökumaður lítillar hópbifreiðar keyrði yfir hringtorgið í Hveragerði. Kenndi einn farþegi aftast í bílnum sér meins í baki eftir hringtorgsförina og var hann sendur með sjúkrabíl á Landspítalann til skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert