Má heita Mathús Garðabæjar höllin

Leyfi hefur fengist fyrir nýju nafni á körfuboltaleikvanginn.
Leyfi hefur fengist fyrir nýju nafni á körfuboltaleikvanginn. mbl.is/Júlíus

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun beiðni Stjörnunnar um að körfuboltaleikvangur félagsins fái að bera nafnið Mathús Garðabæjar höllin í stað Ásgarðs.

Vísað er í beiðni Stjörnunnar um leyfið frá 19. október síðastliðnum. 

„Deildin hefur komist að samkomulagi við Mathús Garðabæjar að salurinn beri nafn fyritækisins í umfjöllun fjölmiða. Þannig að heimaleikir Stjörnunnar í körfubolta fari fram í Mathús Garðabæjar höllinni,“ segir í beiðninni sem bæjarráð samþykkti.

Samningurinn er til eins árs og verður tekinn til endurskoðunar að loknum þeim tíma. 

Ægir Þór Steinarsson í leik með Stjörnunni gegn ÍR.
Ægir Þór Steinarsson í leik með Stjörnunni gegn ÍR. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert