Félagsbústöðum leiðbeint

Þjónustuíbúðir við Þórðarsveig.
Þjónustuíbúðir við Þórðarsveig. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Félagsbústaða hf. þarf nú þegar að setja félaginu innkaupastefnu og marka þannig skýrar línur varðandi innkaup. Þá þarf framkvæmdastjóri að setja félaginu innkaupareglur á grundvelli innkaupastefnunnar.

Þetta kemur m.a. fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar til stjórnar Félagsbústaða um viðhaldsframkvæmdir við Írabakka 2-16 á árunum 2012-2016.

Eins og fram hefur komið fór kostnaður við framkvæmdirnar langt fram úr áætlunum. Raunkostnaður við framkvæmdina varð um 728 milljónir, á verðlagi hvers árs, en stjórn Félagsbústaða hafði samþykkt framkvæmdir upp á 398 milljónir. Framúrkeyrslan varð því 330 milljónir eða 83%.

Innri endurskoðun kemur með ýmsar ábendingar í skýrslu sinni um það sem betur má fara hjá Félagsbústöðum. Ábendingunum er skipt í fjóra flokka eftir alvarleika þeirra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert