Loftlínur og jarðstrengir

Landsnet vonast til þess að geta hafið framkvæmdir við línuna …
Landsnet vonast til þess að geta hafið framkvæmdir við línuna síðla næsta árs mbl.is/Einar Falur

Umhverfismat vegna Suðurnesjalínu 2 er á lokametrunum, að sögn Írisar Baldursdóttur, framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs Landsnets.

„Við vonumst til að geta skilað frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar í þessum mánuði og að geta hafið framkvæmdir síðla næsta árs,“ segir Íris í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Í umhverfismatinu eru m.a. skoðaðar blandaðar leiðir þar sem horft er bæði til loftlína og jarðstrengja.

Viðbúnaðaræfing vegna mögulegs rafmagnsleysis á Suðurnesjum var haldin í stjórnstöð Landsnets í gær. Þar voru æfð viðbrögð við atburðum sem hafa veruleg áhrif á afhendingaröryggi raforku til Suðurnesja. „Það að missa tenginguna við Suðurnesin er einn af þeim atburðum í raforkukerfinu sem hafa hvað mest áhrif í dag,“ sagði Íris. Ástæða þess er að aðeins ein háspennulína tengir Reykjanesið við raforkudreifikerfið. Íris sagði að ekki væri hægt að tryggja viðunandi afhendingaröryggi til jafn stórs samfélags og er á Suðurnesjum með aðeins einni raflínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert