Syngur dúett með átrúnaðargoðinu í Hörpu

Rebekka Ingibjartsdóttir stjórnar skólasystkinum sínum í hljómsveit og kór norska …
Rebekka Ingibjartsdóttir stjórnar skólasystkinum sínum í hljómsveit og kór norska tónlistarháskólans.

„Að syngja með átrúnaðargoðinu Sissel Kyrkjebø er draumur sem ég átti aldrei von á að upplifa. Hvað þá að fá að syngja með henni á jólatónleikum í Hörpu, fyrir framan Íslendinga og alla fjölskylduna,“ segir Rebekka Ingibjartsdóttir tónlistarkona, sem búsett er í Ósló. Þangað flutti Rebekka fyrir þremur árum þegar hún hóf nám í tónvísindum en hún nemur nú söng og kórstjórn.

„Áður en ég flutti til Óslóar bjó ég með foreldrum mínum og systkinum í Bergen, heimabæ Sissel Kyrkjebø, þar sem allir íbúar fylgjast vel með henni,“ segir Rebekka, sem sá auglýsingu í bergensku fréttablaði þar sem auglýst var eftir söngvara til að syngja dúett með Sissel. Leitað var að söngvara ættuðum frá hverri þeirri borg á Norðurlöndunum þar sem Sissel verður með jólatónleika.

„Ég sótti um af rælni, hálfpartinn í bríaríi og átti alls ekki von á að fá tækifærið. En svo fékk ég póst frá umboðsmanni Sissel þar sem mér var tilkynnt að ég hefði verið valin og ég ætti að syngja Somewhere úr West Side Story á hvorum tveggja tónleikum Sissel í Hörpu 19. desember,“ segir Rebekka.

Sjá viðtal við Rebekku í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert