Neyðast til að dvelja á bráðamóttöku

„Afstaða Krafts er mjög skýr, aðgangur krabbameinssjúklinga að þjónustu eftir klukkan 16 á daginn og um helgar á ekki að vera í gegnum bráðamóttökuna og það er ótækt að ekki séu öll legurými á krabbameinsdeild nýtt á meðan krabbameinssjúklingar neyðast til þess að dvelja á bráðamóttöku eða almennum deildum þar sem er ekki sama fagþekking og á krabbameinsdeildinni,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hún bætir við að þetta eigi við um alla krabbameinssjúklinga á hvaða aldri sem þeir eru.

Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.
Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.

Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær þá kemur mannekla í veg fyrir að hægt sé að nýta öll legupláss á Krabbameinsdeild Landspítalans. Það sama á við um aðrar deildir.

Eins og staðan er núna er einungis hægt að nýta 10 rúm af 14 á krabbameinsdeild. Á meðan ástandið er þannig þurfa bráðasjúklingar að liggja á almennum deildum og á bráðamóttöku.

„Kraftur verður vart við það að margt ungt fólk með krabbamein kvartar yfir því að geta ekki sótt þjónustu annað en á bráðamóttöku eftir klukkan 16 á daginn og um helgar,“ segir Hulda og bendir á að krabbameinslyf bæli niður ónæmiskerfið og það geti beinlínis verið hættulegt í þannig ástandi að fá sýkingar. Hættan eykst með því að vera lengi innan um fólk sem kemur á bráðamóttökuna með kvef og flensur sem dæmi.

„Ég geri mér grein fyrir því að mannekla kemur í veg fyrir að hægt sé að nýta öll rými á krabbameinsdeildinni og að starfsfólk bráðamóttöku geri allt til þess að krabbameinssjúklingar komist sem fyrst að og í eins mikla einangrun og hægt er á bráðadeildinni, en þetta er ekki boðlegt,“ segir Hulda.

Hún segir að Kraftur hafi óskað eftir úrbótum en lítil viðbrögð fengið. Hulda segir að Ísland standi langt að baki hinum Evrópulöndunum hvað varði virka krabbameinsáætlun.

 Óvirk krabbameinsáætlun

„Við erum eina Evrópuþjóðin sem ekki vinnur samkvæmt slíkri áætlun. Í fyrrahaust, í tíð Óttars Proppé sem heilbrigðisráðherra, var loks gefin út krabbameinsáætlun sem lengi hafði legið hjá ráðuneytinu. Nú er komið rúmt ár síðan áætlunin var lögð fram án þess að henni hafi nokkuð verið fylgt eftir,“ segir Hulda og bendir á að í krabbameinsáætlun sé sett fram stefna og verkefnum forgangsraðað. Hún segir að í vinnuhópnum sem vann áætlunina hafi setið fulltrúar frá ráðuneytum, fagaðilar og fulltrúar krabbameinssjúklinga.

Fullt alls staðar

„Það er allt fullt alls staðar, það er ekkert nýtt. Þetta ástand er búið að vara lengi. Það vantar bæði legurými og hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fólk til starfa,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor krabbameinslækninga við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítalanum, spurður út í stöðu mála.

Helgi segir að 10 legurými af 14 séu nýtt á krabbameinsdeild þar sem ekki sé nægur mannskapur til að sinna 14 sjúklingum. Á meðan dvelji krabbameinssjúklingar og aðrir sjúklingar á almennum deildum.

„Almenn deild og bráðamóttakan er það sem bíður sjúklinga sem koma inn með bráðavanda. Skortur á hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki og úrelt húsnæði hafa háð okkur lengi – það eru ekki nýjar fréttir,“ segir Helgi og bendir á að það hefði þurft að taka nýjan spítala í notkun fyrir að minnsta kosti 10 árum og umræða um byggingu hans hafi staðið frá árinu 1990.

13 ár frá „Símapeningunum“

„Þegar Landspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur voru sameinuð fyrir 18 árum var fyrirhugðuð bygging nýs sjúkrahúss hluti af sameiningunni. Það er ótrúlegt að 13 árum eftir að ríkið eyrnamerkti svokallaða „Símapeninga“ til byggingar nýs spítala sé enn verið að ræða byggingu hans. Ísland er eina Norðurlandaríkið sem ekki hefur byggt nýjan spítala,“ segir Helgi og bætir við að stóra vandamálið sé að það stefni í hrikalegan skort á hjúkrunarfræðingum. Það geti hugsanlega dregið úr áhuga þeirra sem stunda sérnám erlendis á að koma heim í það umhverfi sem boðið sé upp á og líkur séu á að núverandi ástand vari næstu árin.

Innlent »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

16:10 „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu

16:03 Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015. Meira »

Nemendur umkringdu skólann

15:35 Nemendur Háteigsskóla umkringdu skól­ann í dag og sungu af­mæl­is­söng­inn, en skólinn fagnar hálfrar aldar afmæli á laugardaginn. Með þeim gjörningi voru nemendur og starfsfólk að ramma inn höfuðáherslur skólans; virðing, samvinna og vellíðan. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15:32 Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »

Frávísunarkröfu hafnað

15:21 Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fimm sakborninga af sjö í gagnaversmálinu um að máli þeirra verði vísað frá. Verjendur mannanna töldu að réttindi þeirra hefðu ekki verið virt og að rann­sak­end­ur hefðu beitt ólög­mæt­um aðferðum til að afla sér upp­lýs­inga við rann­sókn­ina. Meira »

Stal 650 kg af humri og keyrði ölvaður

15:16 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann á þrítugsaldri í eins árs fangelsi, þar af ellefu mánuði skilorðsbundna, fyrir að stela 650 kg af humri, auk fleiri brota. Kona sem var samverkamaður hans í öðrum þjófnaði var dæmd í tveggja mánaða fangelsi, þar af annan skilorðsbundinn. Meira »

Snorri fær 3,5 milljónir í bætur

14:45 Hæstiréttur hefur dæmt Akureyrarbæ til að greiða Snorra Óskarssyni 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnar hans sem grunnskólakennara við Brekkuskóla. Bæturnar voru þar með lækkaðar um 3 milljónir króna en Héraðsdómur Norðurlands hafði dæmt Akureyrarbæ til að greiða honum 6,5 milljónir króna. Meira »

Nær allir orðið vitni að slysi

14:23 „Það er ekkert eðlilegt við það ástand og kvíðvænlegt fyrir íbúa að búa við þann ótta að einn daginn þegar þú kemur að bíl utan vegar að einhver sé lífshættulega slasaður eða jafnvel látinn.“ Nær allir ábúendur á Vatnsnesi hafa horft upp á eða komið að slysi +a Vatnsnesvegi. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
VW POLO
TIL SÖLU VW POLO 1400, ÁRG. 2011, EK. 93Þ., HVÍTUR AÐ LIT. BENSÍN, BEINSKIPTUR. ...
Sólbaðsstofa Súper sól
Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í Hólmaseli 2, 109 Reykjavík. Nýir sól- og ko...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...