Neyðast til að dvelja á bráðamóttöku

„Afstaða Krafts er mjög skýr, aðgangur krabbameinssjúklinga að þjónustu eftir klukkan 16 á daginn og um helgar á ekki að vera í gegnum bráðamóttökuna og það er ótækt að ekki séu öll legurými á krabbameinsdeild nýtt á meðan krabbameinssjúklingar neyðast til þess að dvelja á bráðamóttöku eða almennum deildum þar sem er ekki sama fagþekking og á krabbameinsdeildinni,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hún bætir við að þetta eigi við um alla krabbameinssjúklinga á hvaða aldri sem þeir eru.

Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.
Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.

Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær þá kemur mannekla í veg fyrir að hægt sé að nýta öll legupláss á Krabbameinsdeild Landspítalans. Það sama á við um aðrar deildir.

Eins og staðan er núna er einungis hægt að nýta 10 rúm af 14 á krabbameinsdeild. Á meðan ástandið er þannig þurfa bráðasjúklingar að liggja á almennum deildum og á bráðamóttöku.

„Kraftur verður vart við það að margt ungt fólk með krabbamein kvartar yfir því að geta ekki sótt þjónustu annað en á bráðamóttöku eftir klukkan 16 á daginn og um helgar,“ segir Hulda og bendir á að krabbameinslyf bæli niður ónæmiskerfið og það geti beinlínis verið hættulegt í þannig ástandi að fá sýkingar. Hættan eykst með því að vera lengi innan um fólk sem kemur á bráðamóttökuna með kvef og flensur sem dæmi.

„Ég geri mér grein fyrir því að mannekla kemur í veg fyrir að hægt sé að nýta öll rými á krabbameinsdeildinni og að starfsfólk bráðamóttöku geri allt til þess að krabbameinssjúklingar komist sem fyrst að og í eins mikla einangrun og hægt er á bráðadeildinni, en þetta er ekki boðlegt,“ segir Hulda.

Hún segir að Kraftur hafi óskað eftir úrbótum en lítil viðbrögð fengið. Hulda segir að Ísland standi langt að baki hinum Evrópulöndunum hvað varði virka krabbameinsáætlun.

 Óvirk krabbameinsáætlun

„Við erum eina Evrópuþjóðin sem ekki vinnur samkvæmt slíkri áætlun. Í fyrrahaust, í tíð Óttars Proppé sem heilbrigðisráðherra, var loks gefin út krabbameinsáætlun sem lengi hafði legið hjá ráðuneytinu. Nú er komið rúmt ár síðan áætlunin var lögð fram án þess að henni hafi nokkuð verið fylgt eftir,“ segir Hulda og bendir á að í krabbameinsáætlun sé sett fram stefna og verkefnum forgangsraðað. Hún segir að í vinnuhópnum sem vann áætlunina hafi setið fulltrúar frá ráðuneytum, fagaðilar og fulltrúar krabbameinssjúklinga.

Fullt alls staðar

„Það er allt fullt alls staðar, það er ekkert nýtt. Þetta ástand er búið að vara lengi. Það vantar bæði legurými og hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fólk til starfa,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor krabbameinslækninga við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítalanum, spurður út í stöðu mála.

Helgi segir að 10 legurými af 14 séu nýtt á krabbameinsdeild þar sem ekki sé nægur mannskapur til að sinna 14 sjúklingum. Á meðan dvelji krabbameinssjúklingar og aðrir sjúklingar á almennum deildum.

„Almenn deild og bráðamóttakan er það sem bíður sjúklinga sem koma inn með bráðavanda. Skortur á hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki og úrelt húsnæði hafa háð okkur lengi – það eru ekki nýjar fréttir,“ segir Helgi og bendir á að það hefði þurft að taka nýjan spítala í notkun fyrir að minnsta kosti 10 árum og umræða um byggingu hans hafi staðið frá árinu 1990.

13 ár frá „Símapeningunum“

„Þegar Landspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur voru sameinuð fyrir 18 árum var fyrirhugðuð bygging nýs sjúkrahúss hluti af sameiningunni. Það er ótrúlegt að 13 árum eftir að ríkið eyrnamerkti svokallaða „Símapeninga“ til byggingar nýs spítala sé enn verið að ræða byggingu hans. Ísland er eina Norðurlandaríkið sem ekki hefur byggt nýjan spítala,“ segir Helgi og bætir við að stóra vandamálið sé að það stefni í hrikalegan skort á hjúkrunarfræðingum. Það geti hugsanlega dregið úr áhuga þeirra sem stunda sérnám erlendis á að koma heim í það umhverfi sem boðið sé upp á og líkur séu á að núverandi ástand vari næstu árin.

Innlent »

Heyin skutu þeim á toppinn

07:57 Afburðagóð hey sem bændurnir á Hóli í Svarfaðardal öfluðu sumrin 2017 og 2018 skjóta þeim á topp listans yfir afurðamestu kúabúin á nýliðnu ári. „Ég held að við höfum aldrei verið með jafngóð hey og þessi tvö sumur. Nytin er ekki að aukast vegna kjarnfóðurgjafar því við höfum heldur minnkað hana.“ Meira »

Hæst laun í stóriðju og orkugeira

07:37 Mánaðarlaun félagsmanna í VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, sem starfa í landi, eru einna hæst í orkuverum og stóriðju ef litið er á niðurstöður eftir mismunandi starfsgreinum í nýbirtri launakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir félagið, sem gerð var meðal félagsmanna. Meira »

Hálka á Reykjanesbrautinni

07:10 Lögreglan á Suðurnesjum biður ökumenn um að fara varlega á Reykjanesbrautinni en þar er hálka líkt og víðar á Suðvesturlandi en enn er éljagangur þar. Krýsuvíkurvegur er lokaður. Meira »

Vonskuveður um hádegi

07:01 Varað er við versnandi veðri um hádegi en þá gengur í suðvestanhvassviðri eða -storm á Suðurlandsundirlendinu um hádegi og með því fylgja öflug él eða slydduél. Að sögn veðurfræðings má búast við því að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði. Meira »

Segir þingforseta svala hefndarþorsta

06:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, forseta Alþingis, Steingrím J. Sigfússon, ekki hafa áhuga á að rannsaka brot heldur eigi lög og réttur eiga að víkja í tilraunum forseta til að svala hefndarþorsta sínum. Meira »

Slæm færð í efri byggðum

06:27 Ekki hefur verið jafn slæmt færi á höfuðborgarsvæðinu í vetur og er þennan morguninn og ráðleggja snjóruðningsmenn þeim sem eru á illa búnum bifreiðum að fara ekki út í umferðina. Snjórinn er sá mesti sem við höfum séð í vetur, segir Þröstur Víðisson, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Grunaðir um ólöglega dvöl og fíkniefnasölu

06:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn um fimm í nótt sem eru grunaðir um ólöglega dvöl í landinu og sölu fíkniefna. Meira »

Bílbelti og líknarbelgir björguðu

05:57 Lögreglan segir að bílbelti og líknarbelgir hafi bjargað ökumönnum tveggja bifreiða sem lentu í árekstri á Korpúlfsstaðavegi frá teljandi meiðslum. Meira »

Veiðileyfissviptingu frestað

05:30 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togarann Kleifaberg RE 70 veiðileyfi sínu í tólf vikur vegna brottkasts, á meðan kæra Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR) er til skoðunar. Meira »

Þurfa að komast lengra

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samningsaðila þurfa að komast lengra í viðræðum sínum áður en stjórnvöld grípi til aðgerða til að greiða fyrir samningum. „Hins vegar erum við reiðubúin til að gera allt sem við getum til að greiða fyrir því að hægt sé að lenda málunum,“ segir Katrín. Meira »

Netöryggissveitin fái ekki næg gögn

05:30 Netöryggissveit mun ekki geta sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða þar sem það tryggir ekki aðgengi sveitarinnar að nauðsynlegum upplýsingum með ótvíræðum hætti. Meira »

Þingmenn taka upp þráðinn í dag

05:30 Alþingi kemur saman á ný í dag eftir jólahlé og hefst þingfundur með munnlegri skýrslu forsætisráðherra og almennum umræðum um stöðuna í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Meira »

Ekkert erindi borist póstnúmeranefnd

05:30 Póstnúmeranefnd hefur ekki fengið neitt formlegt erindi varðandi breytingu á póstnúmeri á Vatnsmýrinni í 102.  Meira »

„Þetta er stórt skref í rétta átt“

05:30 Kennsla hefst seinna í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði heldur en hjá skólum hins opinbera og hefur fyrirkomulagið reynst vel, en í janúar og desember hefst kennslan klukkan 10 og er til kl. 15. Meira »

Töp gegn stórþjóðunum í Köln á HM

05:30 Ísland tapaði fyrir Þýskalandi og Frakklandi á HM karla í handknattleik í Köln um helgina. Liðið mætir Brasilíu á morgun og þá kemur í ljós um hvaða sæti íslenska liðið spilar í keppninni. Meira »

Hafnaði utan vegar í Víðidal

Í gær, 23:47 Hópbifreið hafnaði utan vegar skammt sunnan við Víðihlíð í Víðidal í kvöld. Ökumaður og 30 farþegar, sem allir voru á aldrinum 16-19 ára, voru um borð í bifreiðinni. Engan sakaði að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Meira »

Opnað fyrir umferð á ný

Í gær, 22:38 Vegagerðin hefur opnað fyrir umferð um Kjalarnes, en lokað var fyrir umferð þar vegna lélegs skyggnis og slæmrar færðar. Þá fóru tvær rútur út af veginum á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga fyrr í kvöld. Enn er þó krapi á veginum og búast má við hálku, en mjög hált var þar fyrr í kvöld. Meira »

„Fólk er hérna fjúkandi af reiði“

Í gær, 21:41 Löng röð hefur myndast við vegalokun á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Þingvallavegar. Fólk í röðinni er mjög pirrað á lokuninni á veginum um Kjalarnes en vonskuveðrið áðan virðist liðið hjá. Meira »

Einhverjir með eymsli en öðrum brugðið

Í gær, 21:26 Aðgerðum viðbragðsaðila vegna rútuslysanna á Kjalarnesi er lokið og síðustu farþegarnir eru nú farnir úr fjöldahjálparmiðstöð sem komið var upp í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Fékk fólkið þar teppi og heitt te eða kaffi auk þess sem viðbragðssveit Landspítalans kom til að kanna hvort einhverjir þyrftu frekari aðstoð. Meira »
Útsala!!! Kommóða ofl..
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...