Getum „klárað biðlistana“

Hægt er að fjölga aðgerðum hér á landi umtalsvert.
Hægt er að fjölga aðgerðum hér á landi umtalsvert. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi hugmyndafræðilega nálgun, að ríkið eigi að sinna öllu, kemur í veg fyrir að fólk fái meina sinna bót,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

Þorgerður og fleiri þingmenn Viðreisnar og Miðflokksins hafa lagt fram tillögu um breytingar á lögum um sjúkratryggingar er lýtur að kostnaði við þjónustu sem hægt hefur verið að sækja til annarra aðildarríkja EES-samningsins. Nái frumvarp þeirra fram að ganga verður hægt að framkvæma fjölda aðgerða á einkastofum hér, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Segir í greinargerð með frumvarpinu að alkunna sé að hér á landi hafi um árabil verið langir biðlistar eftir ýmsum aðgerðum og ekki séu horfur á að þeir styttist verulega í náinni framtíð. Af þessum sökum hafi allmargir sem sjúkratryggðir eru á Íslandi fengið slíkar aðgerðir framkvæmdar erlendis á síðustu árum og kostnaður við þær þá verið greiddur af Sjúkratryggingum Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert