Golfmót í Leirunni 11. nóvember

Kylfingar eru enn á ferð þótt kominn sé vetur og …
Kylfingar eru enn á ferð þótt kominn sé vetur og degi tekið að halla. Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á mót GS í Leirunni á sunnudag. Ljósmynd/Víkurfréttir

„Það eru mest kylfingar af höfuðborgarsvæðinu sem mæta og spila hjá okkur. Ég er þannig nánast viss um að Heimir Karls mun koma. Við í klúbbnum höfum getað spilað á vellinum nánast allt árið um kring.“

Þetta segir Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja, en klúbburinn efnir til golfmóts í Leirunni næstkomandi sunnudag, 11. nóvember.

Ræst verður út á öllum teigum samtímis kl. 10:30 og leikið á sumarflötum og -teigum. Síðdegis í gær höfðu hátt í 60 kylfingar skráð sig en að sögn Jóhanns er reiknað með að hámarki 72 spilurum.

Flestir klúbbar landsins urðu að loka völlum sínum þegar fór að snjóa og frost kom í jörðu. Svonefndir strandvellir út við sjávarsíðuna hafa jafnan verið opnir lengur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert