Samúð Bjarna hjá Samherjamönnum

Bjarni Benediktsson í ræðustól Alþingis.
Bjarni Benediktsson í ræðustól Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er alvarlegt mál þegar farið er í húsleitir, menn kærðir og mál eru í rannsókn í lengri tíma og þegar upp er staðið þykir ekki hafa verið um brot að ræða,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, inntur um viðbrögð við niðurstöðu Hæstaréttar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands sem féll Samherja í vil. Í málinu komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að felld skyldi úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem bankinn lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum.

Árið 2012 stóð Seðlabankinn fyrir húsleitum á starfsstöðvum fyrirtækisins og var málinu í tvígang vísað til sérstaks saksóknara. M.a. voru yfirmenn fyrirtækisins kærðir, en saksóknari felldi niður sakamál vegna meintra brota. Síðar var umrædd sekt lögð á fyrirtækið og var hún felld niður af Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu síðan á fimmtudag.

Hafa kallað eftir fangelsisvist

Meðal þess sem fram kom í niðurstöðu héraðsdóms sem Hæstiréttur staðfesti var að ekkert hefði komið fram um að ákvörðun Seðlabankans um að hefja meðferð málsins að nýju hefði byggt á nýjum gögnum.

Samherjamenn hafa í kjölfar dómsniðurstöðunnar kallað eftir afsögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, vegna málsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur sagt að háttsemi seðlabankastjóra sé refsiverð og að nokkuð ljóst sé að hann sé á leið í fangelsi.

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að niðurstaðan væri alvarlegur áfellisdómur fyrir stjórnsýslu Seðlabankans. Þó væri rétt og skynsamlegt að stjórnendum bankans yrði gefið tækifæri til að bregðast við niðurstöðunni og skýra sína hlið málsins.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kallað eftir afsögn seðlabankastjóra ...
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kallað eftir afsögn seðlabankastjóra eftir niðurstöðu Hæstaréttar.

Þrískipting ríkisvaldsins hafi virkað 

„Í þessu máli var farið út í stjórnsýslusektir og það reyndist ekki lagagrundvöllur fyrir því. Það má segja að þetta sé dæmi um mál þar sem þrískipting ríkisvaldsins virkar,“ segir Bjarni. „Við erum með sjálfstæða dómstóla þar sem menn geta látið reyna á sína stöðu og þarna fékk framkvæmdavaldið ekki að fara sínu fram heldur hlutlausir dómstólar sem meta stöðuna,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.

„Það breytir því ekki að það getur verið mjög íþyngjandi að vera dreginn í gegnum þetta ferli. Ég vænti þess að í stjórn bankans verði það rætt hvað fór úrskeiðis, hvers vegna og hvernig megi læra af því,“ segir hann.

„Í svona málum, þegar hlutlausir dómstólar komast að því að það hafi ekki verið tilefni og að menn séu saklausir af því sem borið er á það, þá er mín samúð hjá þeim,“ bætir Bjarni við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki slíkra samstilltra árása eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er ennþá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snöggan leysing í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

Í gær, 17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

Í gær, 16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

Í gær, 15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

Í gær, 14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

Í gær, 14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...