Samúð Bjarna hjá Samherjamönnum

Bjarni Benediktsson í ræðustól Alþingis.
Bjarni Benediktsson í ræðustól Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er alvarlegt mál þegar farið er í húsleitir, menn kærðir og mál eru í rannsókn í lengri tíma og þegar upp er staðið þykir ekki hafa verið um brot að ræða,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, inntur um viðbrögð við niðurstöðu Hæstaréttar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands sem féll Samherja í vil. Í málinu komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að felld skyldi úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem bankinn lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum.

Árið 2012 stóð Seðlabankinn fyrir húsleitum á starfsstöðvum fyrirtækisins og var málinu í tvígang vísað til sérstaks saksóknara. M.a. voru yfirmenn fyrirtækisins kærðir, en saksóknari felldi niður sakamál vegna meintra brota. Síðar var umrædd sekt lögð á fyrirtækið og var hún felld niður af Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu síðan á fimmtudag.

Hafa kallað eftir fangelsisvist

Meðal þess sem fram kom í niðurstöðu héraðsdóms sem Hæstiréttur staðfesti var að ekkert hefði komið fram um að ákvörðun Seðlabankans um að hefja meðferð málsins að nýju hefði byggt á nýjum gögnum.

Samherjamenn hafa í kjölfar dómsniðurstöðunnar kallað eftir afsögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, vegna málsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur sagt að háttsemi seðlabankastjóra sé refsiverð og að nokkuð ljóst sé að hann sé á leið í fangelsi.

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að niðurstaðan væri alvarlegur áfellisdómur fyrir stjórnsýslu Seðlabankans. Þó væri rétt og skynsamlegt að stjórnendum bankans yrði gefið tækifæri til að bregðast við niðurstöðunni og skýra sína hlið málsins.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kallað eftir afsögn seðlabankastjóra ...
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kallað eftir afsögn seðlabankastjóra eftir niðurstöðu Hæstaréttar.

Þrískipting ríkisvaldsins hafi virkað 

„Í þessu máli var farið út í stjórnsýslusektir og það reyndist ekki lagagrundvöllur fyrir því. Það má segja að þetta sé dæmi um mál þar sem þrískipting ríkisvaldsins virkar,“ segir Bjarni. „Við erum með sjálfstæða dómstóla þar sem menn geta látið reyna á sína stöðu og þarna fékk framkvæmdavaldið ekki að fara sínu fram heldur hlutlausir dómstólar sem meta stöðuna,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.

„Það breytir því ekki að það getur verið mjög íþyngjandi að vera dreginn í gegnum þetta ferli. Ég vænti þess að í stjórn bankans verði það rætt hvað fór úrskeiðis, hvers vegna og hvernig megi læra af því,“ segir hann.

„Í svona málum, þegar hlutlausir dómstólar komast að því að það hafi ekki verið tilefni og að menn séu saklausir af því sem borið er á það, þá er mín samúð hjá þeim,“ bætir Bjarni við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

Í gær, 18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

Í gær, 18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

Í gær, 18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

Í gær, 18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Í gær, 17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

Í gær, 17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

Í gær, 17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

Í gær, 17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Handlaug með blöndunartækjum og festingu.
Notuð handlaug til sölu með blöndunartækjum og festingu á vegg. kr. 3 þúsund kr...