Óráðlegt að stunda sjósund í Arnarnesvogi

Vefur Garðabæjar

Yfirvöld í Garðabæ hafa í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sett dælustöðina við Arnarnesvog á yfirfall vegna viðhalds í dag. 

Verkefnið í dag er að botnhreinsa þrýstiturn í dælustöðinni vegna væntanlegrar hreinsunar á þrýstilögn sem áætluð er 22. nóvember nk. 

Ekki er talið ráðlegt að stunda sjóböð eða fjöruferðir við Arnarnesvog meðan stöðin er á yfirfalli í dag fimmtudaginn 15. nóvember. Gert er ráð fyrir að viðhald á dælustöðinni standi yfir fram eftir degi en tilkynnt verður um það á vef Garðabæjar, gardabaer.is, þegar því er lokið.  

Starfsmenn Garðabæjar munu fylgjast með framgangi verksins og hafa eftirlit með fjörum eins og kostur er, segir í tilkynningu.

mbl.is