Fleiri fulltrúar og lengri fundir

Vigdís Hauksdóttir telur brýnt að fjölga fundum til að tryggja …
Vigdís Hauksdóttir telur brýnt að fjölga fundum til að tryggja málum nægjanlega umræðu. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

„Nú þegar átta flokkar eru komnir í borgarstjórn þá virkar hreinlega gamla kerfið ekki. Ég tel því mikilvægt að fjölga bæði borgarstjórnarfundum, þannig að þeir verði alltaf haldnir einu sinni í viku, og borgarráðsfundum sem yrðu þannig tvisvar sinnum í viku.“

Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, í Morgunblaðinu í dag. Hún hefur nú nokkrum sinnum vakið athygli á því að hún telji brýnt að fjölga fundum til að tryggja málum nægjanlega umræðu. „Ráðhúsið er ekki undirbúið fyrir fjölgun borgarfulltrúa enda engin rök fyrir því að fjölga úr 15 fulltrúum í 23. Á fundi borgarráðs lagði ég til að öllum mínum málum yrði frestað til næsta fundar í stað þess að leggja þau fram órædd. [...] Það er allt í vitleysu hérna,“ sagði Vigdís meðal annars í færslu á Facebook fyrir skemmstu.

Borgarstjórnarfundir eru vanalega haldnir klukkan 14 á þriðjudögum. Vigdís segir hins vegar „ekkert vit“ í þeirri tímasetningu og leggur til að fundir borgarstjórnar hefjist klukkan 9, líkt og í borgarráði, til að tryggja eðlilega fundarlengd.

„Það er ekkert vit í því að byrja borgarstjórnarfundi klukkan 14 og leyfa þeim að standa langt fram á nótt. Slíkt fyrirkomulag er hvorki fjölskyldu- né fjölmiðlavænt og heftir upplýsingaflæði út af fundinum,“ segir Vigdís og bætir við að núverandi fyrirkomulag sé einnig líklegt til þess að auka á pirring þeirra sem fundina sækja. „Það breytast allir fundir í eins konar krísufundi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert