Endurgerð Gröndalshúss fór 297% fram úr áætlun

Endurgerð Gröndalshúss kostaði 238 milljónir króna. Það stendur í Grjótaþorpi
Endurgerð Gröndalshúss kostaði 238 milljónir króna. Það stendur í Grjótaþorpi mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kostnaður við endurbætur á Gröndalshúsi sem nú stendur í Grjótaþorpi reyndist 238 milljónir króna. Upphafleg fjárhagsáætlun við endurbæturnar hljóðaði upp á 40 milljónir króna, en miðað við uppreiknaða byggingarvísitölu frá 2009 er sú upphæð 60 milljónir í dag.

Miðað við þessar tölur fór verkið 297% fram úr áætlun. Þetta kom fram á síðasta fundi borgarráðs en þar óskuðu sjálfstæðismenn eftir skýringum á þessu, að því er fram kemur í umfjöllun um endurbætur þessar í Morgunblaðinu í dag.

Gröndalshús er í dag leigt af menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar og nýtt fyrir Bókmenntaborg Reykjavíkur. Þar er einnig sýning um Benedikt Gröndal og aðstaða fyrir fræðimenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert