Skili af sér fyrir áramót

Ragnar Þór Ingólfsson.
Ragnar Þór Ingólfsson. mbl.is/​Hari

Rætt var um húsnæðismál á viðræðufundi VR og Samtaka atvinnulífsins í gær og gengu viðræðurnar ágætlega að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR. Lausnir í húsnæðismálum eru þau mál sem minnstur ágreiningur er um á milli VR og SA.

„Við erum sammála um hvaða leiðir eru til lausnar, þannig að við fórum bara yfir okkar áherslur og hugmyndafræði og þeir yfir sína og þarna sýnist mér vera mesti samhljómurinn um mál sem er í rauninni leysanlegt ef það verður ekki tekið og það drepið í einhverjum nefndum á vegum hins opinbera. Það er það eina sem ég hef áhyggjur af,“ segir Ragnar Þór í umfjöllun um viðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn hans eru VR og SA t.d. sammála um að auka þurfi framboð á húsnæði til þess að lækka húsnæðiskostnað fólks. Allt skipti þetta miklu máli svo fólk geti náð endum saman og átt fyrir húsnæðiskostnaði og nauðþurftum. Breytingar á skattkerfinu, húsnæðismálin og vaxtastigið vegi þungt í því samhengi.

„Við eigum að funda með þeim aftur í [dag] klukkan tíu. Húsnæðismálin eru stærstu málin hér hjá okkur í VR og við erum búin að ræða um styttingu vinnuvikunnar. Ég tel að það hafi náðst ákveðinn árangur og samhljómur í þessum stóru málum en síðan munum við fara að ræða launaliðinn [í dag]. Það ætti þá að fara að skýrast fljótlega hvort við séum að fara að ná eitthvað saman eða hvort við þurfum að vísa þessu til ríkissáttasemjara,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert