Erum stödd í lægðabrautinni

Þjóðvegurinn var lokaður við Vík í Mýrdal vegna vindstrengja. Und­ir ...
Þjóðvegurinn var lokaður við Vík í Mýrdal vegna vindstrengja. Und­ir Eyja­fjöll­um var meðal­vind­ur allt að 25 m/​s og í hviðum 40 m/​s. Svipaða sögu var að segja í Öræf­um við Sand­fell. Mbl.is/Jónas Erlendsson

„Við erum bara að sigla inn í svartasta skammdegið og versta veðrið,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðausturlandi í dag og er meðalvindur und­ir Eyja­fjöll­um allt að 25 m/​s og í hviðum 40 m/​s. Svipaða sögu var að segja í Öræf­um við Sand­fell og var þjóðvegi 1 lokað milli Hvolsvall­ar og Vík­ur ann­ar­s ­veg­ar og í Öræf­um hins ­veg­ar, milli Núpsstaðar og Jök­uls­ár­lóns.

Elín Björk segir lægðirnar sem gengið hafa yfir landið undanfarið vera nokkuð dæmigerðar fyrir þennan árstíma. Þó að úrkomumet hafi verið slegið með rigningunni í Reykjavík um miðjan nóvember og snjómetið slegið á Akureyri nú í vikubyrjun, hafi veturinn engu að síður verið bæði snjóléttur og mildur hingað til.

„Undanfarin ár hefur nóvember oft verið mjög hlýr,“ segir hún og minnir á tíðina framan af vetri 2014 og 2015. „Þá var hérna stormur annan hvern dag og það byrjaði ekkert fyrr en í desember.“ Fjöldi öflugra lægða hafi líka gengið yfir landið í lok árs 2015 og og byrjun árs 2016. „Þá komu margir vondir stormar í desember og svo janúar og febrúar. Það gerðist líka í fyrra að janúar og febrúar voru miklu verri en haustið.“

Tíðarfarið nú teljist því væntanlega nokkuð eðlilegt og desember í takti við það sem verið hefur undanfarin ár.

Vindstrengurinn var hvass á Vík í Mýrdal og þjóðvegurinn lokaður.
Vindstrengurinn var hvass á Vík í Mýrdal og þjóðvegurinn lokaður. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Gul viðvörun er í gildi sunnanlands í dag, en útlit er fyrir ágætisveður um helgina og gæti snjóað eitthvað á suðvesturhorninu á laugardag. Eftir helgi er hins vegar von á fleiri lægðum og leysingum í kjölfar hlýinda.

„Við erum svolítið í lægðabraut núna, en hæðin er yfir Grænlandi,“ segir Elín Björk og bætir við að útlit sé fyrir einhverja hvelli í næstu viku og að þeim muni fylgja mikil hlýindi og rigning.

Engar stórar breytingar eru heldur sýnilegar í langtímaspám. Lægðasvæðið verður áfram suður af landinu og hæðin yfir Grænlandi. Landsmenn þurfi því ekki að undrast það verði lægðirnar fleiri. „Það er bara eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er sá tími sem fólk er að ferðast mikið milli landshluta, en þarf að fylgjast náið með. Það er ekkert óeðlilegt við það að við séum í lægðabrautinni.“ Þeir sem séu á ferðinni þurfi því að fylgjast vel með veðurspánni.

„Við erum vön því að lægðirnar fari ört dýpkandi og veðrið ört versnandi á þessum árstíma. Þannig að það er alveg eðlilegt að hver lægðin reki aðra og þær séu oft svona ein og ein slæm og svo minni inn á milli.“ Bendir Elín Björk á að slæmu lægðirnar verði þá oft aðeins kaldari og líklegri til taka með sér snjókomu frekar en rigningu og samfélagsáhrif þeirra því meiri.

Veðurútlit á hádegi í dag, fimmudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, fimmudag.
mbl.is

Innlent »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »

Toyota innkallar þúsundir bíla

16:51 Toyota á Íslandi þarf að innkalla um 4000 Toyota-bifreiðar. Grunur leikur á um að loftpúðar bílanna séu gallaðir.  Meira »
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...