Erum stödd í lægðabrautinni

Þjóðvegurinn var lokaður við Vík í Mýrdal vegna vindstrengja. Und­ir ...
Þjóðvegurinn var lokaður við Vík í Mýrdal vegna vindstrengja. Und­ir Eyja­fjöll­um var meðal­vind­ur allt að 25 m/​s og í hviðum 40 m/​s. Svipaða sögu var að segja í Öræf­um við Sand­fell. Mbl.is/Jónas Erlendsson

„Við erum bara að sigla inn í svartasta skammdegið og versta veðrið,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðausturlandi í dag og er meðalvindur und­ir Eyja­fjöll­um allt að 25 m/​s og í hviðum 40 m/​s. Svipaða sögu var að segja í Öræf­um við Sand­fell og var þjóðvegi 1 lokað milli Hvolsvall­ar og Vík­ur ann­ar­s ­veg­ar og í Öræf­um hins ­veg­ar, milli Núpsstaðar og Jök­uls­ár­lóns.

Elín Björk segir lægðirnar sem gengið hafa yfir landið undanfarið vera nokkuð dæmigerðar fyrir þennan árstíma. Þó að úrkomumet hafi verið slegið með rigningunni í Reykjavík um miðjan nóvember og snjómetið slegið á Akureyri nú í vikubyrjun, hafi veturinn engu að síður verið bæði snjóléttur og mildur hingað til.

„Undanfarin ár hefur nóvember oft verið mjög hlýr,“ segir hún og minnir á tíðina framan af vetri 2014 og 2015. „Þá var hérna stormur annan hvern dag og það byrjaði ekkert fyrr en í desember.“ Fjöldi öflugra lægða hafi líka gengið yfir landið í lok árs 2015 og og byrjun árs 2016. „Þá komu margir vondir stormar í desember og svo janúar og febrúar. Það gerðist líka í fyrra að janúar og febrúar voru miklu verri en haustið.“

Tíðarfarið nú teljist því væntanlega nokkuð eðlilegt og desember í takti við það sem verið hefur undanfarin ár.

Vindstrengurinn var hvass á Vík í Mýrdal og þjóðvegurinn lokaður.
Vindstrengurinn var hvass á Vík í Mýrdal og þjóðvegurinn lokaður. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Gul viðvörun er í gildi sunnanlands í dag, en útlit er fyrir ágætisveður um helgina og gæti snjóað eitthvað á suðvesturhorninu á laugardag. Eftir helgi er hins vegar von á fleiri lægðum og leysingum í kjölfar hlýinda.

„Við erum svolítið í lægðabraut núna, en hæðin er yfir Grænlandi,“ segir Elín Björk og bætir við að útlit sé fyrir einhverja hvelli í næstu viku og að þeim muni fylgja mikil hlýindi og rigning.

Engar stórar breytingar eru heldur sýnilegar í langtímaspám. Lægðasvæðið verður áfram suður af landinu og hæðin yfir Grænlandi. Landsmenn þurfi því ekki að undrast það verði lægðirnar fleiri. „Það er bara eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er sá tími sem fólk er að ferðast mikið milli landshluta, en þarf að fylgjast náið með. Það er ekkert óeðlilegt við það að við séum í lægðabrautinni.“ Þeir sem séu á ferðinni þurfi því að fylgjast vel með veðurspánni.

„Við erum vön því að lægðirnar fari ört dýpkandi og veðrið ört versnandi á þessum árstíma. Þannig að það er alveg eðlilegt að hver lægðin reki aðra og þær séu oft svona ein og ein slæm og svo minni inn á milli.“ Bendir Elín Björk á að slæmu lægðirnar verði þá oft aðeins kaldari og líklegri til taka með sér snjókomu frekar en rigningu og samfélagsáhrif þeirra því meiri.

Veðurútlit á hádegi í dag, fimmudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, fimmudag.
mbl.is

Innlent »

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í mat

09:52 „Þetta var hugmynd hjá pabba mínum,“ segir Viktor Joensen í samtali við mbl.is. Hann og pabbinn, Bergleif Joensen, eru meðal þeirra sem skipuleggja jólamat á aðfangadagskvöld á Orange Café Espresso Bar í Ármúla fyrir þá sem eru einmana um jólin. Meira »

Siðfræðistofnun veitir stjórnvöldum ráðgjöf

09:16 Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum næstu tvö ár. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður í gær af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Jón Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Vilhjálmi Árnasyni, stjórnarformanni Siðfræðistofnunar. Meira »

26 fái ríkisborgararétt

08:41 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að 26 verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að nefndinni bárust alls 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþinginu. Meira »

Jólaskraut ekki á borð lögreglu

08:18 Ekki virðist jólaskreytingaæði landans, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, hafa gengið það langt að nágrannar sem telja sig hafa orðið fyrir ónæði hafi kært til lögreglu. Meira »

Áhafnir uppsjávarskipanna í jólafrí

07:37 Langt er komið með að veiða kolmunnaheimildir ársins og er búið að landa yfir 275 þúsund tonnum í ár. Alls er Íslendingum heimilt að veiða tæplega 315 þúsund tonn að meðtöldum sérstökum úthlutunum og flutningi á milli ára. Meira »

Lægðin tekur völdin

06:49 Djúp lægð nálgast landið og þegar líður á daginn tekur hún yfir stjórnina á veðrinu á landinu og hún verður einnig við stjórnartaumana á morgun. Það er því von á hvassviðri og rigningu síðar í dag. Meira »

Guðrún tjáir sig ekki

05:57 Guðrún Ögmundsdóttir, sem er formaður trúnaðarnefndar Samfylkingar, segist ekki vilja tjá sig um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar. Meira »

Þorskurinn fullur af loðnu

05:30 Þorskur sem Akurey AK, togari HB Granda, veiddi í Víkurálnum var stór og góður og fullur af loðnu, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Það þótti honum vita á gott, að því er fram kom í frétt útgerðarinnar. Meira »

Ræktun lyfjahamps fær dræmar viðtökur

05:30 Þingsályktunartillaga Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps hefur hlotið neikvæð viðbrögð allra sem sent hafa Alþingi umsögn um hana. Meira »

Fá að ávísa getnaðarvarnarlyfjum

05:30 Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, sem hafa sérstakt leyfi landlæknis og starfa þar sem heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt, verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Meira »

Tækjaeigendur bera ábyrgðina

05:30 Lyfjastofnun hefur lokið formlegri athugun á læknabekkjum Læknavaktarinnar í kjölfar slyss sem varð þar í haust þegar tveggja ára gömul stúlka klemmdist á milli rafknúinna arma á bekk. Meira »

Mikil óvissa í ferðaþjónustu

05:30 Mikil óvissa er um fjölda erlendra ferðamanna á næsta ári. Greinendur hafa almennt spáð áframhaldandi fjölgun ferðamanna næstu ár. Hún verði þó hægari en síðustu ár. Útlit er fyrir rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í ár, eða rúmlega milljón fleiri en 2015. Meira »

Ákært í færri málum en árið áður

05:30 Alls voru 6.265 brot afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári. Þar af var ákært í 4.959 málum, eða 79% brotanna.  Meira »

16,8% fjölgun erlendra ríkisborgara

05:30 Alls voru 44.156 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 1. desember síðastliðinn og hefur þeim fjölgað um 6.344 manns frá því á sama tíma í fyrra eða um 16,8%, að því er fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

Vindur fyrir tvo milljarða

05:30 Íslenska sjávarútvegstæknifyrirtækið Naust Marine hefur gengið frá samningi um framleiðslu vindubúnaðar fyrir sex nýja rússneska togara. Um er að ræða langstærsta verkefni fyrirtækisins til þessa og hljóðar samningurinn upp á um tvo milljarða króna. Meira »

Fylgjast með fótspori ferðamannsins

Í gær, 22:00 Í ágúst árið 2010 voru um 30.000 ferðamenn staddir á Íslandi samstundis. Á sama tíma árið 2017 voru þeir orðnir 90.000. Út er komin ný skýrsla um vísa til þess að meta fótspor ferðamanna hér á landi. Meira »

Sara Nassim tilnefnd til Grammy-verðlauna

Í gær, 21:45 Þrítug íslensk kona, Sara Nassim Valadbeygi, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna sem framleiðandi tónlistarmyndbands söngkonunnar Tierra Whack, Mumbo Jumbo. Fjögur önnur myndbönd eru tilnefnd í sama flokki og Mumbo Jumbo. Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles 10. febrúar. Meira »

7 tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Í gær, 21:33 Sex þýðingar og sjö þýðendur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna þetta árið. Verðlaunin, sem eru veitt fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki, hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Meira »

Kaupendur vændis virðast ansi víða

Í gær, 21:23 „Þetta er ekki einstakt mál, það er mikilvægt að það komi fram,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, um mál fatlaðrar konu sem talið er að um 50 karlmenn hafi keypt vændi af. Meira »