Brottvikinn fulltrúi BF krefst launa út kjörtímabilið

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögmaður Péturs Óskarssonar, fyrrverandi varafulltrúa Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar, hefur sent bænum kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess sem hann telur ólögmæta brottvikningu hans úr nefndum bæjarins í apríl sl., áður en kjörtímabilinu lauk.

Eftir deilur í röðum Bjartrar framtíðar bar Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti BF og forseti bæjarstjórnar, fram tillögu um að skipta um fulltrúa framboðsins í nokkrum nefndum. Pétur var til að mynda settur út úr skipulags- og byggingaráði og úr stóli varamanns í hafnarstjórn. Var það samþykkt af meirihluta bæjarfulltrúa.

Lögmaðurinn telur að staðið hafi verið að ákvörðuninni með ólögmætum hætti og vísar meðal annars til álits sveitarstjórnarráðuneytisins þar um og að ekki hafi verið málefnalegar ástæður fyrir brottvikningunni eins og krafist sé. Krefst hann fyrir hönd Péturs nefndarlauna út kjörtímabilið og kostnaðar, alls kr. 636 þúsund króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert