Spá kólandi veðri

Veðrið á hádegi í dag, laugardaginn 8. desember.
Veðrið á hádegi í dag, laugardaginn 8. desember. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Fremur hæg austlæg átt verður á landinu í dag, en 8-15 m/s norðvestantil og með suðurströndinni fram á kvöld. Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands í fyrstu og léttir til með deginum en skýjað með köflum og stöku él um landið norðaustanvert.

Hiti nálægt frostmarki en fer kólnandi, frost 0 til 12 stig snemma á morgun og bjart veður, kaldast í innsveitum á Norðaustur- og Austurlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í morgun segir að annað kvöld og aðfaranótt mánudags gangi í suðaustan 10-15 m/s með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands. Á mánudag er útlit fyrir að það bæti heldur í suðaustanáttina, hlýni og fari rigna en hægari vindar, þurrt og vægt frost verði norðan- og norðaustantil á landinu.

Veðurhorfur næstu daga eru þessar:

Á sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt, léttskýjað og frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðantil. Gengur í suðaustan 10-15 m/s með dálítilli slyddu eða rigninu og hlýnar í veðri suðvestan- og vestanlands um kvöldið. 

Á mánudag:
Suðaustan 8-15 m/s, dálítil væta og 0 til 5 stiga hiti en lengst af bjartviðri og frost á norðan- og austanverðu landinu. Suðaustan 15-20 og rigning um kvöldið, en úrkomulítið og dregur úr frosti fyrir norðan. 

Á þriðjudag:
Sunnan- og suðaustan 10-18 m/s, hvassast austast, og rigning, en yfirleitt þurrt norðaustanlands. Hiti 4 til 10 stig. 

Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning sunnantil á landinu en bjart veður norðanlands. Kólnar heldur í veðri. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu, en úrkomulítið norðvestantil. Hiti 3 til 8 stig. 

Á föstudag:
Austlæg átt og rigning sunnan- og austanlands, annars þurrt. Hiti um og yfir frostmarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert