Verður Ísland áfangastaður ársins?

Skemmtiferðaskip í Reykjavíkurhöfn.
Skemmtiferðaskip í Reykjavíkurhöfn.

Samtökin Cruise Iceland hafa verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna innan geira skemmtiferðaskipa. Tilnefningin er í flokknum „Besti áfangastaðurinn 2019“. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er tilnefnt.

Verðlaunin nefnast The Wave Awards og að þeim standa helstu fagtímarit í þessum geira. Tilnefningarlistinn var gerður opinber í gærmorgun og úrslit verða tilkynnt 7. mars 2019 í London. Auk Íslands eru tilnefnd Barbados, Króatía, Jamaíka, Grikkland og St. Pétursborg, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þeir sem standa að baki Cruise Iceland eru eftirtaldir: Hafnir landsins, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar, rútufyrirtæki, birgjar og þjónustuaðilar. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, er formaður og Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna, varaformaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert