Flestir brunar á heimilum í desember

Algengustu brunar í desember eru vegna kerta og eldavéla.
Algengustu brunar í desember eru vegna kerta og eldavéla.

Tölfræði tjóna hjá VÍS sýnir að flestir brunar á heimilum eiga sér stað í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Algengustu brunar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að koma inn tilkynningar um bruna vegna kertaskreytinga.

Þetta kemur fram í frétt hjá tryggingafélaginu VÍS.

Þar kemur fram að mikilvægt sé að fylgjast vel með kertum og muna að slökkva á þeim. Ekki má heldur hafa umgjörð kerta með þeim hætti að hætta sé á að kvikni í út frá þeim ef gleymist að slökkva eða ef herbergi er yfirgefið í skamma stund. 

Landsmenn eru hvattir til að tryggja að virkir reykskynjarar, eldvarnarteppi og yfirfarið slökkvitæki sé til staðar á heimili og að það sé á stað sem allir vita um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert