Reykhólaleið talin vænlegasti kostur

Möguleikar á legu Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp.
Möguleikar á legu Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp. mbl.is

Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Sú athugun haggaði ekki því áliti Vegagerðarinnar að Teigsskógarleið ÞH væri besti kosturinn.

Valið stendur einkum um ÞH sem meðal annars fer um Teigsskóg, Jarðgangaleið D2 og Reykhólaleið R eða útfærslu Vegagerðarinnar á henni, A3. Reykhólaleiðin liggur yfir Þorskafjörð utanverðan og í gegnum Reykhóla. Teigsskógarleiðin hefur verið talin langódýrust en hún hefur í för með sér meiri áhrif á umhverfið en hinar leiðirnar. Það stangast því ýmsir þættir á.

Vert að skoða leiðina nánar

Lilja Guðríður Karlsdóttir hjá verkfræðistofunni Viaplan rökstyður R-leiðina með því að hún sýni betri niðurstöður en hinir kostirnir fyrir tæknilega, skipulagslega, hagræna, umhverfislega og félagslega þætti. Telur hún að það sé þess virði að skoða þá leið nánar, ef líkur eru taldar á að leiðin geti skapað meiri sátt í samfélaginu í Reykhólahreppi en hinir leiðarvalskostirnir.

Viaplan notar tölur frá Multiconsult um stofnkostnað og samkvæmt þeim er Reykhólaleið R aðeins tæplega milljarði dýrari en Teigsskógarleið en það er mun minni munur en Vegagerðin miðaði við í sinni útfærslu. Þá er rekstrarkostnaður talinn minni á Reykhólaleið en hinum og sú leið dragi úr skólaakstri barna sem fara um Gufudalssveit, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »