Reykkofi á Kvíabryggju brann

Fangelsið á Kvíabryggju við Grundarfjörð.
Fangelsið á Kvíabryggju við Grundarfjörð. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Reykkofi fangelsisins á Kvíabryggju á Snæfellsnesi brann í kvöld og er ónýtur, samkvæmt frétt héraðsfréttamiðilsins Skessuhorns um málið.

Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út vegna brunans og gekk slökkvistarfið greiðlega, en þó náðist ekki að bjarga jólahangikjöti fanganna.

„Við byggjum bara annan kofa!“ segir í Facebook-færslu sem Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, birti eftir brunann í kvöld.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert