Hafði farið ránshendi um fríhafnir

Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn, sem erlendur ríkisborgari, var handtekinn í kjölfar þess að tilkynning barst um að hann hefði stolið dýrri úlpu.

„Lögreglumenn hófu þegar leit í flugstöðinni en lögð var sérstök áhersla á að finna viðkomandi vegna fjölda þjófnarðarmála sem upp hafa komið á árinu og virðast vera skipulögð glæpastarfsemi. Sú leit bar ekki árangur en lögreglan hafði spurnir af manni sem lýsingin gat átt við og hafði sá keypt sér rútumiða. Skömmu síðar stöðvuðu lögreglumenn rútu  á Reykjanesbraut og þar sat sá grunaði  með úlpuna, sem verðmiðinn var enn á, sér við hlið. Í  farangri sem hann hafði meðferðis var meint þýfi sem einnig kom úr fríhafnarverslunum í FLE. Var þar um að ræða fatnað og snyrtivörur sem enn voru í umbúðunum. Verðmæti varningsins nam 240 þúsund krónum,“ segir ennfremur í tilkynningu frá lögreglunni.

Þá segir að maðurinn hafi einnig verið handtekinn í hinum þremur löndunum fyrir sömu iðju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka