Margrét tilnefnd fyrir Flateyjargátuna

Margrét Örnólfsdóttir.
Margrét Örnólfsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Margrét Örnólfsdóttir er meðal sex handritshöfunda sem tilnefndir eru til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Tilnefninguna hlýtur hún fyrir sjónvarpsþáttaröðina Flateyjargátuna. 

Um er að ræða verðlaun fyrir bestu handrit sjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndum og eru verðlaunin kostuð af norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum (Nordisk Film & TV Fond). Verðlaunin verða afhent á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 30. janúar.

Auk Flateyjargátunnar eru handritshöfundarnir Merja Aakko og Mika Ronkainen tilnefndir fyrir finnsku sjónvarpsþættina Kaikki synnit. Håkan Lindhé fyrir handrit sænsku þáttaraðarinnar Den inre cirkeln. Stig Frode Henriksen, Jesper Sundnes og Patrik Syversen fyrir norsku þættina Kielergata. Mette M. Bølstad fyrir norsku þættina Lykkeland og Claudia Boderke og Lars Mering fyrir dönsku þættina Sygeplejeskolen.

Vefur kvikmyndahátíðarinnar
 

mbl.is