Hætt að niðurgreiða heimsendingu matar

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að niðurgreiða ekki heimsendingu matar til …
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að niðurgreiða ekki heimsendingu matar til eldri borgara. mbl.is/Golli

Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar hættir niðurgreiðslu á heimsendingargjaldi máltíða fyrir eldri borgara bæjarins eftir áramót, auk þess sem gjald fyrir hverja máltíð hækkar. Verð fyrir hverja máltíð hækkar úr 945 krónum í 1.215 krónur.

Þá bætist 200 króna heimsendingargjald við, sem áður var niðurgreitt af bænum. Heimsend máltíð mun því kosta 1.415 krónur hjá bænum en til samanburðar mun heimsend máltíð frá Reykjavíkurborg kosta 940 krónur eftir áramót.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, að niðurgreiðslu heimsendingar sé hætt til að gæta jafnræðis milli eldri borgara bæjarins, auk þess sem fáir nýti sér heimsendingarþjónustuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert