Megum ekki sitja þegjandi hjá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við megum ekki hætta að berjast fyrir hugsjónum okkar og sitja þegjandi hjá. Við verðum að þora að tala um það sem er bannað, taka afstöðu og tala fyrir málefnalegri umræðu.

Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, meðal annars í áramótagrein í Tímamótum, áramótablaði Morgunblaðsins.

„Við þurfum því að kalla helstu fræðimenn okkar að borðinu til að meta stöðu landsins í þessari breyttu heimsmynd sem blasir við. Um leið þurfum við að auka umræðu um þetta mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna. Mynda nýja kjölfestu um framtíðarhagsmuni Íslands í fjölþjóðlegri samvinnu. Og reyna hvað við getum að kveða niður þá fortíðardrauga sem standa í vegi fyrir því að takast á við breytta veröld. Við sjáum ekki allt fyrir. En við megum ekki fresta því að takast á við framtíðina.

Við börðumst ekki fyrir frelsi þjóðarinnar stjórnmálamannanna vegna. Fullveldið notum við best ef við getum gefið öllum þeim sem vettlingi geta valdið frelsi, ekki aðeins innan landsteinanna heldur einnig utan þeirra, til að láta frumkvæði og sköpunargleði njóta sín í hvívetna í þágu samfélagsins," segir Þorgerður Katrín í grein sinni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »