Klífur Skessuhorn um öll jól

„Mig vantaði leið til að búa til pláss fyrir meiri mat,“ segir fjallagarpurinn Guðmundur Freyr Jónsson í léttum tón um fyrstu jólagönguna á topp Skessuhorns sem varð að árlegum viðburði en á nýársdag fór hann í tíundu jólagönguna á fjallið. Þegar vel viðrar lætur hann sig svífa niður af fjallinu.  

Guðmundur í eftirminnilegri ferð um jólin 2011 þegar hann kól …
Guðmundur í eftirminnilegri ferð um jólin 2011 þegar hann kól á andliti í miklu frosti. Ljósmynd/Aðsend

Ýmsir félagar Guðmundar slást með í för en enginn hefur farið með honum í öll skiptin en hann segist síður vilja klífa fjallið einn síns liðs. Ég hitti Guðmund í dag og fékk að heyra um þessa skemmtilegu jólahefð. Hann hefur ávallt myndavél með í hönd og í myndskeiðinu má sjá frábærar myndir af ævintýrum þeirra félaga en yfirleitt taka ferðir þeirra í kringum 9 klst. frá því að haldið er úr bænum og þar til heim er komið 

Guðmundur er einn félaga í Fjallateyminu sem er áhugahópur um útivist af ýmsu tagi og þeir halda úti skemmtilegum vef um það sem þeir taka sér fyrir hendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert