Hvassviðri eða stormur á Vesturlandi

Rigningu er spáð víða um land í dag.
Rigningu er spáð víða um land í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Það verður áfram hvasst víða á landinu í dag og vekur Veðurstofan athygli á því að spáð er sunnan- og suðvestanhvassviðri eða -stormi, 15-23 m/s, á Vesturlandi í dag. Einna hvassast verður á Norðvesturlandi og austur í Eyjafjörð síðdegis. Búast má við snörpum vindhviðum, um 35 m/s, í vindstrengjum við fjöll.

Gera má ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt, 13-23 m/s, um landið vestanvert, en hægari vindi á Austurlandi, lengst af suðvestan 8-15 m/s.

Þá bætir í vind á Norðvesturlandi með rigningu eða súld með köflum, en þurrt á Norðurausturlandi og Austurlandi. Það lægir svo á öllu landinu í kvöld, fyrst á Suðurlandi.

Veðurhorfur næstu daga:

Á föstudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 4 til 9 stig.

Á laugardag:
Sunnan 10-15 m/s og víða rigning, en vestlægari síðdegis með snjókomu eða éljum og kólnar. Hiti nálægt frostmarki um kvöldið.

Á sunnudag:
Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en þurrt á austanverðu landinu. Hiti 0 til 4 stig.

Á mánudag:
Suðlæg átt og rigning á köflum en snýst í norðlægari átt á N-verðu landinu með slyddu eða snjókomu. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Minnkandi norðlæg átt, frystir víða og ofankoma N-lands árdegis, annars þurrt.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir breytilega átt, bjartviðri og víða talsvert frost.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert