TR þarf að greiða öryrkjum milljarða

Tryggingastofnun þarf að gera upp við öryrkja fjögur ár aftur …
Tryggingastofnun þarf að gera upp við öryrkja fjögur ár aftur í tímann. mbl.is/ÞÖK

Öryrkjar, sem orðið hafa fyrir skerðingu á bótum vegna búsetu erlendis, hafa verið hlunnfarnir af Tryggingastofnun árum saman.

Um 1.000 öryrkjar munu fá alls um hálfan milljarð endurgreiddan vegna ársins 2018 og annað eins vegna 2017.

Samkvæmt bréfi velferðarráðuneytisins, nú félagsmálaráðuneytisins, sem sent var velferðarnefnd Alþingis fyrir jól, þarf Tryggingastofnun að gera upp við öryrkja fjögur ár aftur í tímann. Lengra verður ekki farið vegna fyrningarákvæða. „Við erum himinlifandi yfir þessari niðurstöðu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert