Nálgunarbann vegna ofbeldis og hótana

Landsréttur staðfesti úrskurð um tveggja mánaða nálgunarbann.
Landsréttur staðfesti úrskurð um tveggja mánaða nálgunarbann. mbl.is/Hanna

Landsréttur staðfesti í síðustu viku úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um tveggja mánaða nálgunarbann yfir manni sem er grunaður að hafa beitt konu sína heimilisofbeldi. Hann má hvorki koma innan 25 metra umhverfis dvalarstað hennar eða vinnustað né hafa samskipti við hana.

Í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur staðfesti er farið yfir greinargerð lögreglu vegna málsins sem og lögregluskýrslur og dagbókarfærslur vegna fyrri afskipta lögreglu af manninum. Þar kemur fram að konan og maðurinn hafi kynnst fyrir tveimur og hálfu ári en þá hafi konan búið erlendis. Hún hafi þó fljótt flutt til Íslands og gifst manninum og þau búið saman.

Konan flutti tímabundið af heimilinu eftir ofbeldi og hótanir sem komu upp 15. september síðastliðinn. Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi ákveðið að selja hús þeirra hjóna og hótað konunni lífláti ef hún myndi ekki skrifa undir skjöl þess efnis. Maðurinn er einnig sagður hafa krafist þess að hún undirritaði skjöl um skilnað þar sem hún afsalaði sér eignum en að konan hafi neitað.

Veitti henni eftirför á leið úr kirkju

Þá er hann sagður hafa veitt konunni eftirför þegar hún var á heimleið frá kirkju og kallað til hennar hótanir og niðrandi orð, ítrekað komið á vinnustað hennar og svo er hann sakaður um að hafa hrint henni harkalega.

Maðurinn á að hafa lýst því yfir að hann hafi ekki viljað lifa án hennar en síðan hótað því að ef hann fengi ekki alla peninga þeirra „væri út um hana“ sem konan túlkaði sem lífslátshótun. Hann hafi einnig hótað henni lífláti ef hún myndi halda skilnaðinum til streitu.

Konan kvaðst hafa orðið fyrir miklu símaónæði til viðbótar af hálfu mannsins og lýsti því fyrir lögreglu að hún óttaðist mjög um öryggi sitt, sérstaklega eftir að hún leitaði til lögreglu.

„Ekkert heyrðist nema öskur, grátur og skruðningar“

Í úrskurðinum eru fleiri tilvik reifuð þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af manninum vegna meints ofbeldis og hótana í garð konunnar.

Í maí 2017 hringdi konan á aðstoð og þegar lögreglu bar að garði sat konan grátandi upp við vegg og lýsti því hvernig maðurinn hafi rifið í hár hennar og hent henni í gólfið. Hann hafi svo sparkað í höfuð hennar og hótað henni lífláti. Miklir áverkar voru á konunni samkvæmt læknisvottorði.

Í mars á síðasta ári hringdi konan í Neyðarlínu „en ekkert heyrðist nema öskur, grátur og skruðningar“, segir í úrskurði héraðsdóms. Lögregla fór á vettvang og fann konuna með áverka víða um líkamann. Konan óskaði þá eftir aðstoð við að flytja frá eiginmanni sínum.

Nálgunarbannið afmarkast við 25 metra radíus umhverfis dvalarstað konunnar. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn setji sig í samband við brotaþola, nálgist hana á almannafæri, á vinnustað hennar eða hafi samskipti við hana í síma, tölvu eða á annan hátt. Bannið gildir eins og áður segir í tvo mánuði.

mbl.is

Innlent »

Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra

19:00 Kvörtun fjögurra félaga gegn lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni verða tekin fyrir í héraðsdómi á morgun, en félögin telja að Sveinn Andri hafi ekki sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 upplýst kröfuhafa um mikinn áfallinn kostnað, meðal annars vegna málshöfðana gegn fyrrverandi eiganda félagsins. Meira »

Heimilar áframhaldandi hvalveiðar

18:07 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði. Meira »

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkar

17:58 Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar að því er fram kemur í frétt á vef Íbúðalánasjóðs, sem byggir á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Meira »

Oft eldri en þeir segðust vera

17:48 Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til þess að breyta framkvæmd aldursgreininga og álítur þær ekki siðferðislega ámælisverðar, enda sé gert ráð fyrir upplýstu samþykki umsækjanda í hvert sinn auk þess sem gerðar séu kröfur um að framkvæmdin sé mannúðleg og gætt að réttindum og reisn þeirra sem undir slíkar rannsóknir gangast. Meira »

Efla Lyfjaeftirlitið

17:36 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og dr. Skúli Skúlason formaður stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands hafa skrifað undir langtímasamning um starfsemi Lyfjaeftirlitsins og fjármögnun þess að því er fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins. Meira »

Boða nýtt 32,94% skattþrep

17:23 Nýtt neðsta skattþrep sem verður 4 prósentustigum lægra til þess að lækka skattbyrði og nýtt viðmið í breytingum persónuafsláttar ásamt afnáms samnýtingar þrepa eru helstu tillögur ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Tíndu 22 tonn af lambahornum

17:08 Björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum fékk frekar óhefðbundið útkall í gær þegar liðsmenn sveitarinnar voru fengnir til að handtína 22 tonn af lambahornum sem voru um borð í flutningabíl sem valt á hliðina í Gufufirði á föstudag. Tæma þurfti hornin úr bílnum áður en hann var réttur við. Meira »

Sækja áfram að fullu fram til SA

16:50 Formaður Eflingar ætlar ekki að segja til um hvort hún sjái fram á að viðræðum félagsins og þriggja annarra stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins verði slitið á næsta fundi fyrr en hún hefur fundað með samninganefnd félagsins. Hún segir þó ljóst að staðan í viðræðunum sé orðin mjög erfið. Meira »

Segir bankann hafa miðlað lánasögunni

16:46 Það var bankinn sem miðlaði upplýsingum um lánasöguna úr viðskiptamannakerfi sínu, segir Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vegna fréttar sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Slíkt sé bankanum ekki heimilt að gera og málið verði sent Persónuvernd til meðferðar. Meira »

Ekki til að liðka fyrir kjaraviðræðum

16:20 „Það var full eining í samninganefnd ASÍ um að tillögur stjórnvalda hafi verið mikil vonbrigði. Við teljum þetta ekki verða til þess að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem eru í gangi,“ sagði Drífa Snædal, formaður ASÍ, þegar blaðamaður mbl.is náði af henni tali eftir fund samninganefndar ASÍ. Meira »

Samninganefnd ASÍ fundar um tillögurnar

15:22 Samninganefnd Alþýðusambands Íslands fundar nú um þær tillögur sem ríkisstjórnin kynnti sambandinu í dag. Fundurinn hófst í höfuðstöðvum ASÍ nú klukkan 15. Meira »

Reiði og sár vonbrigði

15:16 Stéttarfélögin fjögur sem leitt hafa yfirstandandi kjaraviðræður, VR, Efling, VLFA og VLFG, lýsa reiði og sárum vonbrigðum með þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi með forseta og varaforsetum ASÍ í dag. Meira »

Spurði hvar óhófið byrjaði

15:05 „Hvar er línan þar sem óhófið byrjar? Ég held að það væri mjög fróðlegt fyrir alla ef bankaráð Landsbanka Íslands myndi birta upplýsingar um hvað er óhóflegt að mati þess,“ spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag. Meira »

Elti dreng á leið heim úr skóla

15:04 Drengur sem var á leið heim úr skólanum á Seltjarnarnesi á þriðja tímanum í dag var eltur af ökumanni á litlum, hvítum bíl með skyggðum rúðum. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu sem getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Meira »

Gul viðvörun um allt land

14:57 Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðurs um allt land. Gengur í austanstorm í kvöld, nótt og í fyrramálið með úrkomu yfir landið frá suðri til norðurs. Veðrið gengur ekki niður fyrr en um miðjan dag á morgun, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Tillögurnar kynntar síðar í dag

14:50 „Fundirnir gengu heilt yfir ágætlega. Það voru misjöfn viðbrögð við einstaka þáttum og áherslur misjafnar eftir því við hverja var rætt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við blaðamann mbl.is fyrir utan Stjórnarráðið. Meira »

31 sótti um embætti skrifstofustjóra

14:49 Alls barst 31 umsókn um embætti skrifstofustjóra á þremur skrifstofum félagsmálaráðuneytisins en umsóknarfrestur rann út 18. febrúar. Meira »

Fyrsti aflinn eftir breytingarnar

14:38 „Kerfið er komið upp og virkar fullkomlega, en hluti af stýringum er ekki tilbúinn,“ segir Þorgeir Einar Sigurðsson, vaktstjóri í fiskmjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar. Skip útgerðarinnar, Hoffell, kom til hafnar á dögunum með fullfermi af kolmunna sem var landað beint til bræðslu, en við aflanum tók nýtt innmötunarkerfi ásamt nýjum forsjóðara og sjóðara. Meira »

Hroki að hóta þingmönnum

14:30 „Það gengur ekki að Alþingi, okkur hér 63 þjóðkjörnum fulltrúum sem eigum eingöngu að fylgja lögum og okkar sannfæringu, sé hótað. Það er hroki,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag Meira »
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Til leigu 25mín. frá Akureyri
Lítið 30fm. sumarhús, svefnpláss fyrir 2-4, ljósleiðari, útisturta, 10 mín. í su...