Ólíkar reglur um réttindi flugfarþega

Þrír kostir standa til boða hjá WOW air ef flugi ...
Þrír kostir standa til boða hjá WOW air ef flugi er aflýst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfarþegar njóta mikilla réttinda í flugi til og frá Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss, að því er fram kemur á heimasíðu Samgöngustofu. Þar er fjallað sérstaklega um réttindi samkvæmt tiltekinni reglugerð ESB. Til að þau séu í gildi þarf flugið annaðhvort að fara frá EES-landi og á það við um öll flugfélög, eða að koma til EES með EES-flugrekanda. Sé fluginu aflýst á farþeginn rétt á vali á milli annars flugs sem flugfélagið útvegar eða endurgreiðslu farmiðans, svo lengi sem EES-reglur ná yfir flugið. Farþeginn gæti eftir atvikum einnig átt rétt á skaðabótum.

Neytendasamtökin hafa fengið nokkurn fjölda fyrirspurna um réttarstöðu flugfarþega vegna þess að WOW air hefur aflýst flugferðum til Indlands, að því er segir á heimasíðu félagsins (ns.is).

„Farþegar hafa þá kvartað undan því að þeim hafi eingöngu verið boðinn sá valkostur að fá endurgreiðslu á farmiðum, þá ýmist í formi peninga eða gjafabréfs. Þeir einstaklingar sem leitað hafa til samtakanna hafa þá velt fyrir sér hvort aðrir möguleikar ættu ekki að standa þeim til boða,“ segir í fréttinni.

Endurgreiðsla, gjafabréf eða breyting á flugi

Hjá WOW air fengust þær upplýsingar að farþegum sem lentu í því að flugi þeirra væri aflýst stæði þrennt til boða: Að fá flugfarið endurgreitt, að fá gjafabréf með WOW air að hærri fjárhæð en sem nemur andvirði flugfarsins eða að breyta flugi sínu yfir á annan áfangastað WOW air eða á aðra dagsetningu til sama áfangastaðar, sé það í boði. Þá sagði í skriflegu svari WOW air:

„Sem alþjóðlegt flugfélag, þá ber okkur skylda til að vinna eftir reglum hvers ríkis fyrir sig. Á milli Indlands, Evrópu og Norður-Ameríku gilda mismunandi reglur um réttindi farþega. Á það sérstaklega við þegar um aflýsingar af þessu tagi er að ræða. Til dæmis má nefna að farþegar sem eiga flug frá Bandaríkjunum til Indlands í gegnum Keflavík eiga aðeins rétt á endurgreiðslu en ekki að vera komið fyrir í flugi með öðrum flugrekanda.

Evrópska reglugerðin sem Samgöngustofa vísar í gengur út frá því farþegum sé komið á leiðarenda með sambærilegum flutningsskilyrðum eins fljótt og auðið er eða seinna meir við fyrsta hentugleika. Þetta hefur ekki verið skilgreint með nákvæmari hætti í framkvæmd. Flugrekendur hafa ákveðið svigrúm til þess að koma farþegum fyrir í öðru flugi í sínu eigin leiðakerfi en ef það er ekki mögulegt þá geta farþegar krafist þess að fá farmiða með öðrum flugrekendum. Meti WOW air aðstæður svo að farþegar eigi rétt á því að vera komið á áfangastað af hálfu WOW air, þá gerir félagið allt sem í okkar valdi stendur til þess að verða við beiðni farþega.“ gudni@mbl.is

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Kemur til greina að loka tímabundið

19:03 Til greina kemur að loka tímabundið Efstadal II ef ekki næst að rjúfa smitleið E.coli-sýkingar með alþrifum á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun hafa gripið til hertari aðgerða á staðnum eftir að í ljós kom að tveir fullorðinir einstaklingar greindust með E.coli í dag Meira »

„Núna eru menn að vakna“

19:00 „Það kemur manni á óvart að það sé verið að bregðast við þessu núna fyrst. Skipstjórnarmenn á nýja Herjólfi hafa bent á að það þurfi að gera breytingar á hafnarmannvirkjum í Vestmannaeyjum og núna eru menn að vakna,” segir Njáll Ragnarsson formaður bæj­ar­ráðs Vest­manna­eyja. Meira »

„Þarf að gagnrýna forsetann“

18:25 „Ég kunni að meta það,“ segir dr. Munib Younan, biskup frá Palestínu sem býr í suðurhluta Jerúsalem, þar sem hann ræðir um það þegar Hatarar drógu upp fána Palestínu í Eurovision-söngvakeppninni í maí. Meira »

„Við fylgjum bara okkar stefnu“

17:50 „Þó maður hafi nú einsett sér fyrir tíu árum að sveiflast ekki eftir skoðanakönnunum þá verð ég að viðurkenna að þetta er samt auðvitað mjög ánægjulegt og við erum þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um fylgisaukningu flokksins. Meira »

Kröfum um stöðvun framkvæmda hafnað

17:22 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan að úrskurðað er í málunum. Meira »

Starfsmaður smitaði ekki ferðamann

17:18 Það er útilokað að starfsmaðurinn á Efstadal, sem var smitaður af E.coli, hafi smitað erlendan ferðamann þann 8. júlí. Ferðamaðurinn smitaðist þó að aðgerðir á staðnum hafi átt að koma í veg fyrir það. Meira »

31 þúsund tonn í sérstakar aðgerðir

17:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða samtals 23.316 þorskígildistonnum. Meira »

Sóttu veikan mann í Drottninguna

16:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í skipið Queen Mary 2, skip breska skipa­fé­lag­sins Cun­ard í gærkvöldi. Beiðni barst Landhelgisgæslunni um klukkan sjö í gærkvöldi þegar skipið var um 80 sjómílum sunnan af Vík í Mýrdal. Meira »

Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

16:34 Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »

Viðræður um Boeing-bætur standa yfir

15:36 Ekkert liggur fyrir um fjárhæð þeirra bóta sem Icelandair mun fá frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna galla í Boeing 737 Max-vélunum, sem hafa verið kyrrsettar síðan í mars. Meira »

„Vona að þetta séu bara eftirhreytur“

15:05 Greining E.coli bakteríunnar í tveimur fullorðnum einstaklingum sem greint var frá í dag kom heilbrigðisyfirvöldum á óvart, bæði að smit hafi komið upp eftir að gripið var til aðgerða sem og að bakterían væri útbreiddari en áður hafi verið talið. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Sterkur grunur um sýkingu í barni

14:59 Sterkur grunur er um E. coli sýkingu í rúmlega þriggja ára barni sem er með faraldsfræðilega tengingu við Efstadal. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum varðandi mögulega E. coli sýkingu og gaf niðurstaða frá barninu sterkan grun um smit. Meira »

„Þessi óreiða bjó til einræðisherra“

14:30 „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni um umræðu í röðum Pírata um samstarf í þingflokki flokksins við Birgittu Jónsdóttur. Hafa þingmenn flokksins dregið upp dökka mynd af samskiptum sínum við hana. Meira »

Mikilvægt „að anda með nefinu“

14:12 „Miklir hagsmunir geta auðvitað verið fyrir okkur í því að sumar jarðir séu í einhvers konar nýtingu. Það mætti auðvitað setja einhverjar reglur um það hvaða starfsemi eigi að vera á hvaða jörðum. En það ætti þá frekar að vera á könnu sveitarfélaganna.“ Meira »

Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna

13:38 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra í skoðanakönnunum fyrirtækisins MMR, en samkvæmt niðurstöðum þeirrar nýjustu er fylgi flokksins nú 19%. Lægst fór fylgið áður í 19,5% í janúar 2016. Meira »

Heyrði óp og allt varð rafmagnslaust

13:21 „Ég heyrði bara einhver óp og svo varð allt rafmagnslaust,“ segir Dagur Tómas Ásgeirsson stærðfræðingur, sem staddur er í miðborg Aþenu. Stór jarðskjálfti skók borgina í morgun og mældist 5,3 á Richter. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
TUNIKA
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi TUNIKA - 3900 ST.36-52 Sími 588 8050. -...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...