Ólíkar reglur um réttindi flugfarþega

Þrír kostir standa til boða hjá WOW air ef flugi ...
Þrír kostir standa til boða hjá WOW air ef flugi er aflýst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfarþegar njóta mikilla réttinda í flugi til og frá Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss, að því er fram kemur á heimasíðu Samgöngustofu. Þar er fjallað sérstaklega um réttindi samkvæmt tiltekinni reglugerð ESB. Til að þau séu í gildi þarf flugið annaðhvort að fara frá EES-landi og á það við um öll flugfélög, eða að koma til EES með EES-flugrekanda. Sé fluginu aflýst á farþeginn rétt á vali á milli annars flugs sem flugfélagið útvegar eða endurgreiðslu farmiðans, svo lengi sem EES-reglur ná yfir flugið. Farþeginn gæti eftir atvikum einnig átt rétt á skaðabótum.

Neytendasamtökin hafa fengið nokkurn fjölda fyrirspurna um réttarstöðu flugfarþega vegna þess að WOW air hefur aflýst flugferðum til Indlands, að því er segir á heimasíðu félagsins (ns.is).

„Farþegar hafa þá kvartað undan því að þeim hafi eingöngu verið boðinn sá valkostur að fá endurgreiðslu á farmiðum, þá ýmist í formi peninga eða gjafabréfs. Þeir einstaklingar sem leitað hafa til samtakanna hafa þá velt fyrir sér hvort aðrir möguleikar ættu ekki að standa þeim til boða,“ segir í fréttinni.

Endurgreiðsla, gjafabréf eða breyting á flugi

Hjá WOW air fengust þær upplýsingar að farþegum sem lentu í því að flugi þeirra væri aflýst stæði þrennt til boða: Að fá flugfarið endurgreitt, að fá gjafabréf með WOW air að hærri fjárhæð en sem nemur andvirði flugfarsins eða að breyta flugi sínu yfir á annan áfangastað WOW air eða á aðra dagsetningu til sama áfangastaðar, sé það í boði. Þá sagði í skriflegu svari WOW air:

„Sem alþjóðlegt flugfélag, þá ber okkur skylda til að vinna eftir reglum hvers ríkis fyrir sig. Á milli Indlands, Evrópu og Norður-Ameríku gilda mismunandi reglur um réttindi farþega. Á það sérstaklega við þegar um aflýsingar af þessu tagi er að ræða. Til dæmis má nefna að farþegar sem eiga flug frá Bandaríkjunum til Indlands í gegnum Keflavík eiga aðeins rétt á endurgreiðslu en ekki að vera komið fyrir í flugi með öðrum flugrekanda.

Evrópska reglugerðin sem Samgöngustofa vísar í gengur út frá því farþegum sé komið á leiðarenda með sambærilegum flutningsskilyrðum eins fljótt og auðið er eða seinna meir við fyrsta hentugleika. Þetta hefur ekki verið skilgreint með nákvæmari hætti í framkvæmd. Flugrekendur hafa ákveðið svigrúm til þess að koma farþegum fyrir í öðru flugi í sínu eigin leiðakerfi en ef það er ekki mögulegt þá geta farþegar krafist þess að fá farmiða með öðrum flugrekendum. Meti WOW air aðstæður svo að farþegar eigi rétt á því að vera komið á áfangastað af hálfu WOW air, þá gerir félagið allt sem í okkar valdi stendur til þess að verða við beiðni farþega.“ gudni@mbl.is

Innlent »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 23:49 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni á tíunda tímanum í kvöld. Atvikið átti sér stað á Reykjanesbrautinni í nágrenni við Vífilstaðavatn en mikil hálka var á veginum og blint af völdum snjókomu. Meira »

Brynjólfur handhafi Ljóðstafsins

Í gær, 23:44 Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum í kvöld. Alls bárust 302 ljóð í keppnina og er Brynjólfur Þorsteinsson, handhafi Ljóðstafsins þetta árið. Meira »

Toyota innkallar 2.245 bíla vegna loftpúða

Í gær, 22:12 Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2.245 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Stórfelld fíkniefnasala á Facebook

Í gær, 22:00 Stórfelld sala á fíkniefnum fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook. Þetta kemur fram í samnorrænni rannsókn á fíkniefnasölu á netinu sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í. Meira »

„Fráleitt að halda þessu fram“

Í gær, 21:00 Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar. Meira »

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

Í gær, 20:15 Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni. Meira »

Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

Í gær, 19:30 Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku. Meira »

Leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá

Í gær, 19:00 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem byggir á frumvarpi stjórnlagaráðs og þeirri vinnu sem Alþingi fór í í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum. Meira »

Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013

Í gær, 18:25 Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 90 milljarða og frá ársbyrjun 2013 hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður um 660 milljarða. Á þetta bendir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Meira »

Borgin í vetrarbúning

Í gær, 18:10 Það hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og í morgun var færðin þung. Þetta kallar á viðbrögð borgarbúa sem sumir nýttu tækifærið og fóru á gönguskíðum í búðina á meðan aðrir lentu í vandræðum og reyndu m.a. að bakka bíl sínum upp brekku í ófærðinni. mbl.is var á ferðinni í vetrarríkinu. Meira »

Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

Í gær, 17:54 Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði bankans og setja í geymslu. Meira »

Segir stefnu í heilbrigðismálum marxíska

Í gær, 17:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum. Meira »

Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

Í gær, 17:14 Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn á hliðina. Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Meira »

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

Í gær, 16:33 Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Mikilvægt að viðhalda árangrinum

Í gær, 16:31 Mikilvægt er að viðhalda árangrinum sem náðst hefur með þriggja ára meðferðarátaki heilbrigðisyfirvalda gegn lifrarbólgu C. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu á læknadögum sem nú standa yfir í Hörpu. Meira »

Rúta fór út af við Reynisfjall

Í gær, 16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

Í gær, 16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

Í gær, 15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

Í gær, 15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...