Herjólfur prófaður á sjó í lok janúar

Grænn, hvítur, blár. Landfestar Herjólfs verða leystar í Gdynia í …
Grænn, hvítur, blár. Landfestar Herjólfs verða leystar í Gdynia í þarnæstu viku vegna prófana á skipinu á sjó. Ljósmynd/Svanur Gunnsteinsson

Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia í Póllandi vinna við frágang á nýja Herjólfi. Stefnt er að því að skipið verði afhent Vegagerðinni í næsta mánuði og allar áætlanir rekstraraðilans miða að því að hann hefji siglingar 30. mars.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Herjólfs sem Vestmannaeyjabær stendur á bak við, segir að undirbúningur fyrir reksturinn gangi samkvæmt áætlun. Skipstjórnarmaður og vélstjóri eru úti í Póllandi til að fylgjast með smíði skipsins og skipstjóri er hér heima í vinnu við annan undirbúning.

Segir Guðbjartur að prófa eigi skipið úti á sjó í fjórðu viku janúar. Þá verði allur búnaður skipsins prófaður. Það fari eftir niðurstöðu þess hvort ráðast þurfi í frekari lagfæringar. Enn er unnið að innréttingum í skipinu og uppsetningu búnaðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert