Metaðsókn er í fjallaverkefni FÍ

Salurinn Ferðafélagsins í Mörkinni tekur um 300 manns í sæti. …
Salurinn Ferðafélagsins í Mörkinni tekur um 300 manns í sæti. Hátt í 500 manns sóttu hins vegar kynningafundinn í gærkvöldi og var salurinn því þéttskipaður. Ljósmynd/Aðsend

Áhugi á fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands hefur undanfarið slegið fyrri met. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að metaðsókn hafi verið á kynningarkvöld vegna þessara verkefna og í kjölfarið sé orðið uppselt í nokkur þeirra.

Hátt í 500 manns mættu á kynningarfund félagsins í gærkvöldi.

Verkefnin eru af ýmsum toga og fjöllin gera ólíkar kröfur um getustig. Nöfn þeirra segja talsvert um hvers er krafist en þau eru m.a. Fyrsta skrefið, Alla leið, Þrautseigur, Fótfrár og Léttfeti. Öll eru verkefnin að fara í gang núna í upphafi árs, en sum þeirra taka nánast allt árið.

Páll segir að fjölmennast sé í aldurshópnum 40-55 ára, en fólk sé bæði eldra og yngra. Hann segir að konur séu í greinilegum meirihluta.

„Við höfum ekki séð meiri áhuga í fjallaverkefnum Ferðafélagsins frá því að við fórum af stað fyrir um tíu árum. Við teljum að þetta sé merki um vaxandi áhuga fólks á útivist og hreyfingu úti í náttúrunni.“

Um 1.200 manns höfðu sótt fyrstu fjórar kynningar félagsins og á kynninguna í gærkvöldi sóttu hátt hátt í 500 manns til viðbótar. 

Páll segir að góð tíð að undanförnu eigi eflaust þátt í að fólk fari almennt út að ganga, en á sama tíma sakni ákveðinn hópur vetrarins á fjöllum sárlega. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert