Sindri skipulagði innbrotin frá A til Ö

Sindri Þór Stefánsson ásamt lögmanni sínum.
Sindri Þór Stefánsson ásamt lögmanni sínum. mbl.is/Eggert

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni.

Sindri sagði fyrir dómi í desember að hann hefði ekki skipulagt innbrotin, heldur væri einungis að fylgja skipunum. Hann gæti ekki tjáð sig um hver hafi veitt honum skipanir af ótta við viðkomandi.

Sindri var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Matth­ías Jón Karls­son var dæmd­ur í tveggja og hálfs árs fang­elsi og Hafþór Logi Hlyns­son í tutt­ugu mánaða fang­elsi. Aðrir sak­born­ing­ar fengu væg­ari dóm. Öllum sak­born­ing­um var gert að greiða Advania rúm­ar 33 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur.

Sjö voru ákærðir í mál­inu, sem sner­ist um inn­brot í fjög­ur gagna­ver í des­em­ber og janú­ar og til­raun­ir til tveggja inn­brota í viðbót.

And­virði þýf­is­ins var metið á 96 millj­ón­ir króna en tjónið á 135 millj­ón­ir króna. Búnaður­inn hef­ur ekki fund­ist.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákæruvaldið telji að gögn málsins bendi eindregið til þess að tölvunarfræðingurinn Sindri hafi um langt skeið undirbúið innbrotin, skipulagt þau í þaula og fengið hverjum og einum meðákærðu ákveðið hlutverk í framkvæmd þeirra.

Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, sagði í samtali við mbl.is að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort dóminum yrði áfrýjað til Landsréttar en að hann teldi það þó líklegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert