17 er fyrir ömmu og afa

Arnór Þór Gunnarsson á HM í Þýskalandi.
Arnór Þór Gunnarsson á HM í Þýskalandi. AFP

Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa sálugu á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Móður bræðranna, Jónu Emilíu Arnórsdóttur, sem ólst upp í húsinu, þykir tilvísunin skemmtileg og er ákaflega stolt af sonum sínum, eins og gjörvöll þjóðin.

Við Fjarðarstræti á Ísafirði stendur reisulegt hús sem óvænt er komið með tilvísun í afreksíþróttir á heimsvísu enda hefur það óbeint tekið þátt í bæði Evrópu- og heimsmeistaramótum í bæði handbolta og fótbolta. Fyrir hönd Íslands. Þannig er nefnilega mál með vexti að númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir hafa borið á bakinu á þessum mótum vísar í þetta ágæta hús – 17.

Hvernig má það vera? spyrð þú líklega lesandi góður, enda eru bræðurnir fæddir og uppaldir á Akureyri og tengdir höfuðstað Norðurlands órofa böndum. Jú, móðuramma þeirra og afi, Arnór Sigurðsson og Hulda Jónsdóttir, bjuggu um langt árabil í húsinu og móðir þeirra, Jóna Emilía Arnórsdóttir, ólst að stórum hluta þar upp.

„Við vorum alltaf dugleg að heimsækja foreldra mína meðan þau voru á lífi og þegar strákarnir voru litlir bjuggum við einn vetur á Ísafirði, í sömu götu. Þeir tengja því báðir við húsið og það er ákaflega skemmtilegt að þeir hafi valið að vísa í það með þessum hætti. Arnór byrjaði á þessu, enda eldri, og Aron tók það síðan upp eftir honum. Þeim er greinilega annt um rætur sínar og við hugsum öll með hlýju til Ísafjarðar,“ segir Jóna Emilía en þrír bræður hennar eru búsettir vestra og einn þeirra á meira að segja Fjarðarstræti 17. Býr þar að vísu ekki sjálfur, heldur leigir húsið út.

Jóna Emilía og eiginmaður hennar, Gunnar Malmquist, eru nýkomin heim frá München, þar sem þau sáu þrjá fyrstu leiki Íslands á HM. „Það var rosalega gaman að vera úti og fylgjast með liðinu í þessum leikjum og maður er með fiðring í maganum að fara aftur og sjá leik eða leiki í milliriðlinum. Það er hins vegar ekki hlaupið að því; bæði er erfitt að fá miða og svo verður maður víst að vinna eitthvað líka,“ segir Jóna Emilía og skellir upp úr.

Hún er hæstánægð með frammistöðu sonar síns á mótinu en hann er markahæstur í íslenska liðinu og hefur verið valinn maður leiksins í tveimur síðustu leikjum, gegn Japan og Makedóníu. Ekki svo að skilja að það komi henni í opna skjöldu. „Hann hefur alltaf verið rosalega duglegur og það er mjög ánægjulegt að fylgjast með honum taka meiri og meiri ábyrgð. Lengi vel var hann í hlutverki varamanns með landsliðinu, meðan strákar eins og Þórir Ólafsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru að spila og Arnór þurfti að vera þolinmóður. Núna er hann að uppskera og ég er rosalega stolt af honum. Hann hefur náð ótrúlega langt.“

Eins og bróðir hans var Arnór Þór bæði í handbolta og fótbolta sem strákur en valdi handboltann þegar að því kom að gera upp á milli. „Hann var í marki í fótbolta og þegar hann sá fram á að verða ekkert sérstaklega hár í loftinu var því líklega sjálfhætt. Við sjáum þetta vel meðan þjóðsöngurinn er leikinn, það kemur alltaf einn lítill gutti inn á milli stóru mannanna,“ segir móðir hans létt í bragði. „Annars hafði hann alltaf meiri áhuga á handboltanum og valdi alveg örugglega rétta grein.“

Gunnar þjálfaði syni sína báða í handbolta á sínum tíma og Jóna Emilía fylgdi þeim í ófáa leikina og mótin þegar þeir voru yngri. Og nú hefur hún séð þá báða spila á HM og EM. Hvorn í sínu sportinu. Spurð hvort hún hafi hugmynd um hversu marga kappleiki hún hafi séð um dagana hlær hún við: „Nei, ég hef ekki minnstu hugmynd um það. En þeir eru ófáir.“
Jóna Emilía ber lof á Þjóðverja fyrir glæsilega umgjörð á HM; rífandi stemmning sé á mótinu. „Það kemur svo sem ekki á óvart; við förum reglulega á leiki hjá Arnóri í Þýskalandi og það er alltaf full höll og rífandi stemmning. Þjóðverjar eru algjörir snillingar þegar kemur að handbolta og frábært fyrir Arnór að fá tækifæri til að spila í búndeslígunni,“ en hann leikur sem kunnugt er með Bergischer HC.

Eins og gengur var metingur milli bræðranna í æsku, svo sem Aron Einar lýsir skemmtilega í nýrri bók sinni, en í dag segir móðirin þá styðja hvor annan með ráðum og dáð. „Þeir peppa hvor annan upp og fylgjast náið hvor með öðrum. Þannig ætlar Aron að fljúga til Þýskalands á sunnudaginn með eldri son sinn og sjá leikinn gegn Frakklandi. Ég heyrði í honum í gær og hann er með mikinn fiðring út af HM.“

Hann er líklega ekki einn um það.

Aron Einar Gunnarsson á HM í Rússlandi.
Aron Einar Gunnarsson á HM í Rússlandi. Eggert Jóhannesson
Fjarðarstræti 17 á Ísafirði.
Fjarðarstræti 17 á Ísafirði. halldor Sveinbjornsson
Jóna Emilía Arnórsdóttir og Gunnar Malmquist ásamt börnum sínum sex. ...
Jóna Emilía Arnórsdóttir og Gunnar Malmquist ásamt börnum sínum sex. Frá vinstri Tinna, Hulda, Aron Einar, Atli Már, Ása og Arnór Þór. Grannt er fylgst með þeim síðastnefnda á HM. Auðunn Níelsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumennina við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »

Nafngreindur maður vændur um lygar

Í gær, 18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Í gær, 18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

Í gær, 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Sakar Bryndísi um hroka

Í gær, 16:57 Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, segir að ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýni mikinn hroka. Bryndís sagði á Þingvöllum á K100 í morgun að forysta verkalýðsfélaga stýri ekki landinu. Meira »

Leita Jóns frá morgni til kvölds

Í gær, 14:24 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

Í gær, 14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

Í gær, 14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

Í gær, 11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

Í gær, 09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

Í gær, 09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

Í gær, 08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

Í gær, 08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

Í gær, 07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

Í gær, 07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: starting dates 2019: ...
Múrverk, múrviðgerðir, flísalagnir, flotun ofl.
Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki, múrviðgerðum, flísalögnum, flotun ofl...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...