Of víðtæk friðlýsing

Unnið við gerð göngustíga í Reykjadal, en straumur ferðamanna hefur …
Unnið við gerð göngustíga í Reykjadal, en straumur ferðamanna hefur síðustu ár legið um svæðið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis.

Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Orkustofnunar um áform um friðlýsingu Reykjatorfunnar í Ölfusi. Bent er á að á því svæði sem fyrirhugað er að friðlýsa hafi verið jarðhitanýting í áratugi.

Í umsögninni, sem um er fjallað í Morgunblaðninu í dag, segir meðal annars: „Reykjatorfan ásamt Hveragerði og nágrenni er á miklu jarðskjáftasvæði og er jarðhitinn á svæðinu undir áhrifum frá því. Meðal þeirra áhrifa er möguleg tilfærsla á jarðhita í kjölfar jarðskjálftahrina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert