Aðalmeðferð í máli hjóna í febrúar

Konan sem liggur undir grun í málinu í Héraðsdómi Reykjaness …
Konan sem liggur undir grun í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í október í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð í máli hjóna sem eru grunuð um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjaness 14. febrúar.

Gæsluvarðhald yfir hjónunum var á fimmtudaginn síðasta framlengt um fjórar vikur, eða til 14. febrúar, að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara.

Lögmenn hjónanna ætluðu að leggja fram greinargerð við fyrirtöku í héraðsdómi í morgun en fengu frest til 1. febrúar.

For­saga máls­ins er sú að stjúp­dótt­ir­in kom á lög­reglu­stöðina á Suður­nesj­um og lagði fram kæru á hend­ur mann­in­um og móður sinni. Við yf­ir­heyrslu í júlí í fyrra játaði fólkið að hafa framið brot­in en í nóvember síðastliðnum kom svo fram að hjón­in hefðu játað brot sín að hluta.

Kon­an sætti gæslu­v­arðhaldi en var síðan sleppt þar sem hlut­ur manns­ins í brot­inu var tal­inn meiri. Eft­ir að ákæra var gef­in út í mál­inu 1. októ­ber í fyrra var kon­an aft­ur úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald. Kom þá fram að héraðssak­sókn­ari teldi að ef kon­an hefði gerst sek um jafnal­var­leg brot og henni væru gef­in að sök ylli það hneyksl­un og særði rétt­ar­vit­und al­menn­ings gengi hún laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert